Nánari lýsing
Ein af elstu flugum Kristjáns Gíslasonar og ein sú gjöfulusta í gegnum árin. Hönnuð árið 1967. Sannarlega afburðasterk fluga og hér á árum áður var Grýlan ekki síður skæð sem þríkrækja eða tvíkrækja. Grýlan er afar erfið í hnýtingu og ekki á færi nema afburða hnýtara að ná henni svo sómi sé að. Hér er hún í ,,diskó útfærslu" og er afar skæð sem slík. Ein besta flugan í Ölfusá mörg undanfarin ár.