Fréttir - Krafla.is
-
Frábær veiðiveisla í Veiðiflugum í dag
Kröfluflugur ehf. tóku nýverið yfir rekstur Veiðibúðarinnar Veiðiflugur að Langholtsvegi 111. Að Kröfluflugum ehf. standa Stefán Kristjánsson og Sólveig Ögmundsdóttir, eigendur Veiðibúðarinnar Kröflu Höfðabakka 3 og Friðjón Mar Sveinbjörnsson. Veiðibúðin Krafla hefur verið sameinuð Veiðiflugum að Langholtsvegi 111.
Um þessa helgi er árleg Veiðimessa í gangi hjá Veiðiflugum og margt girnilegt í boði. 20% afsláttur er af öllum flugum í versluninni en hjá Veiðiflugum er í boði stærsta fluguborð landsins og úrvalið hvergi meira. Margvísleg önnur tilboð verða í gangi í dag. Þar má nefna einstakt tilboð á vöðlupakka þar sem boðið er upp á vöðlur og skó frá Sierra á aðeins 34.900,- krónur!! Þá má nefna mjög góð tilboð á línum og fatnaði.
Áhugasamir fluguveiðimenn geta prófað nýjustu flugustengurnar á markaðnum frá Loop en þar er um að ræða flugustengur sem eru ekki enn komnar í sölu á Íslandi. Echo flugustengurnar hafa vakið gríðarlega athygli fyrir mikil gæði og afar lágt verð.
Grillið verður í gangi og boðið upp á hægeldaða nautasteik og pylsur og gos og kaldur verður á kantinum. Við skorum á veiðimenn að kíkja við hjá okkur á Langholtsveginum og kynna sér frábær tilboð og góðar veitingar.
-
Þú mátt alls ekki missa af þessu
Í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3 fást aðeins vandaðar jólagjafir fyrir vandláta veiðimenn og þar er auðvelt að finna jólagjafir fyrir veiðimenn sem eiga svo til allt.
Við erum til dæmis með gott úrval af gæðavörunum frá Fishpond. Til jóla bjóðum við Fishpond vörurnar á 15% jólaafslætti og munar um minna. Þetta eru fyrsta flokks vörur sem alla veiðimenn dreymir um.
Jólatilboðið okkar ,,Tvær flugur fyrir eina" er að okkar mati langbesta flugutilboðið á markaðnum fyrir þessi jól. Flugurnar eru á 50% afslætti til jóla og hefur þetta tilboð okkar vakið verðskuldaða athygli. Okkur er sagt að fluguborðið okkar sé í allra fremstu röð og í verslun okkar að Höfðabakka 3 er mikið úrval af fluguboxum, plast og tréboxum með flugum í á 50% afslætti. Betra verður þetta ekki.
Við hjá Veiðibúðinni Kröflu höfum 48 ára reynslu af fluguhnýtingum og fluguveiði.
Þegar kemur að því að velja flugur og annan veiðibúnað skiptir reynslan mestu máli.
Það er opið hjá okkur á morgun laugardag í Höfðabakka 3 frá kl. 11 til 16.
Símar 587-9500 og 698-2844. -
Tvær fyrir eina - aðeins í boði fram að jólum
Fluguveiðimenn geta glaðst núna fyrir jólin því við hjá Veiðibúðinni Kröflu erum komin í jólaskapið og verðum með stórkostlegt tilboð í gangi fram að jólum. Við bjóðum tvær flugur á verði einnar fram að jólum eða á meðan birgðir endast. Tilboðið gildir varðandi allar flugur sem í boði eru í versluninni að Höfðabakka 3.
Þetta er besta flugutilboðið á markaðnum í dag og svo sannarlega hægt að gera frábær kaup. Nú er það gráupplagt að kaupa flugubox og setja í það ódýru Kröfluflugurnar sem reynst hafa frábærlega í gegnum árin. Þarna er því komin jólagjöf veiðimannsins í ár á frábæru tilboðsverði.
Nú er upplagt að gefa veiðimannainum flugubox í jólagjöf með hinum vinsælu Kröfluflugum á tilboðsverðinu.
Verslun okkar að Höfðabakka 3 verður opin á morgun laugardag frá kl. 13 til 16. Flugutilboðið er í gangi þar en einnig er hægt að panta flugur í síma 698-2844. -
Óvenjulegir og glæsilegir vöðluskór
Vision hefur nú sent frá sér nýja gerð af vöðluskóm sem þykja í senn óvenjulegir og glæsilegir. Urban Vision skórnir eru á mjög góðu verði, eru fisléttir og sterkir og fást aðeins í Reykjavík í Veiðibúðinni Kröflu í Höfðabakka 3.
Nýju skórnir frá Vision eru til í takmörkuðu magni en viðtökur hafa þegar verið frábærar. Skórnir eru til í stærðum 8, 9, 10, 11 og 12. Fyrstir koma fyrstir fá.
Í Veiðibúðinni Kröflu er mikið úrval af veiðivörunum frá Vision og landsins mesta úrval af íslenskum flugum. Við erum nýbúin að fá nýja flugusendingu og við eigum réttu flugurnar fyrir veiðimenn sem enn eiga eftir að renna fyrir þá fjölmörgu laxa sem synda um í ánum hérlendis. Við höfum 45 ára reynslu þegar fluguveiði er annars vegar og gerum okkar besta í að miðla þeirri reynslu til veiðimanna sem líta til okkar í Veiðibúðina Kröflu í Höfðabakka 3.