Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Monthly Archives: April 2011

  • Styttist í að miklum breytingum ljúki hjá Veiðibúðinni Kröflu - 75% stærra fluguborð

    Miklar breytingar eru að klárast hjá Veiðibúðinni Kröflu við Höfðabakka 3. Við birtum frekari fréttir og birtum myndir þegar eftir páska.

    Miklar breytingar eru að klárast hjá Veiðibúðinni Kröflu við Höfðabakka 3. Við birtum frekari fréttir og birtum myndir þegar eftir páska.

    Veiðitímabilið færist óðum nær en veiði í Elliðavatni hefst í dag og í hugum margra er það upphafið að nýrri veiðivertíð.

    Við hjá Veiðibúðinni Kröflu höfum staðið í ströngu síðustu vikurnar og senn sér fyrir endan á stækkun búðarinnar og miklum framkvæmdum og breytingum. Breytingum verður að mestu lokið um páskana og strax í kjölfarið mun búðin fyllast af nýjum glæsilegum vörum.

    Við erum þegar búin að fá mjög stóra flugusendingu frá framleiðanda okkar og þar kennir margra grasa. Margar nýjar flugur verða á boðstólum og aðrar sem slegið hafa rækilega í gegn á undanförnum árum verða nú í boði í nýjum mjög spennandi útfærslum. Þessar flugur voru í reynsluveiði í fyrra meðal öflugra veiðimanna og stóðu sig stórkostlega vel. Við getum því kinnroðalaust mælt með þeim sem úrvalsvöru um leið og við hvetjum veiðimenn til að varast ónýtar eftirlíkingar. Við höfum fengið mikið af kvörtunum yfir flugum okkar sem keyptar hafa verið í öðrum búðum sem stunda það að stela hönnun annarra og vanvirða hönnun íslenskra fluguhönnuða og hnýtara út í eitt. Við viljum því hvetja fluguveiðimenn til að kaupa okkar flugur hjá okkur. Þær fást hvergi annars staðar í boðlegum gæðum og í réttu útliti en hjá okkur að Höfðabakka 3 og í netverslun okkar Krafla.is   Nánar um þau mál síðar.

    Við erum búin að stækka fluguborðið okkar um 75% frá í fyrra og að mati þeirra sem séð hafa er þetta lang fallegasta fluguborð landsins og þó víða væri leitað. Við munum í sumar bjóða veiðimönnum upp á fleiri flugur en okkar. Mun þar margt koma á óvart og höfum við rætt við höfunda flugnanna og fengið hjá þeim tilskilin leyfi gegn greiðslu til höfundanna. Munu fluguveiðimenn því fá allar helstu flugurnar hjá okkur í sumar og úrvalið mun stóraukast.

    Við hjá Veiðibúðinni Kröflu höfum gerst umboðsaðilar á Íslandi fyrir bandarísku flugustangirnar ECHO. Þetta eru heimsþekktar stangir sem þekktar eru fyrir mikil gæði og góð verð. Reyndar mun betri verð en verið hafa í boði hérlendis fyrir sambærilegar stangir. Stangirnar frá ECHO eru hannaðar af Tim Rajeff sem fyrir margt löngu hefur haslað sér völl sem einn allra færasti hönnuður stanga í heiminum. Við munum einnig bjóða upp á fluguhjól og línur frá ECHO.

    Við greinum nánar frá þessu á næstu dögum en fyrsta sending frá ECHO er væntanleg innan skamms.

  • Miklar breytingar fyrirhugaðar á veiðisvæðinu við Iðu - garðurinn hverfur jafnvel fyrir sumarið

    Garðurinn sem reistur var því miður fyrir mörgum árum. Nú eru dagar hans senn taldir og mun jafnvel hverfa fyrir komandi veiðitímabil.

    Garðurinn sem reistur var því miður fyrir mörgum árum. Nú eru dagar hans senn taldir og mun jafnvel hverfa fyrir komandi veiðitímabil.

    Samningar eru nánast í höfn á milli veiðirétthafa við Iðu í Biskupstungum um gríðarlegar breytingar á veiðisvæðinu sem miða að því að beina farvegum Hvítár og Stóru Laxár í gamla farveginn sem þornaði upp í kjölfar þess að reistur var mikill varnargarður út í Stóru Laxá efst á veiðisvæðinu við Iðu. Þá færðist farvegur Sóru Laxár langt frá bakkanum og gamla góða veiðisvæðið eyðilagðist samstundis og er nú auð sandeyri. Er í dag ekið á bifreiðum yfir gamla veiðisvæðið þegar farið er á núverandi svæði.

    Veiðiréttur við Iðu er í höndum eigenda á Iðu 1 og Iðu 2. Þessir aðilar eru ákveðnir í að taka grjótgarðinn sem ráðist var í að gera fyrir áratugum. Þetta hefur verið rætt manna á meðal árum saman en ekkert verið aðhafst fyrr en nú að ákveðið er að ráðist verði í það verkefni að taka garðinn. Áður en það verður gert verður farið með stórvirkar vinnuvélar og búin til rás fyrir Stóru Laxá niður gamla svæðið og mun það án efa flýta því að gamla svæðið myndist á ný. Stóra Laxá grafi sér þá farveg við háa grasbakkann eða nágrenni hans og Hvítá komi til móts við hana þar fyrir utan.

    ,,Það er ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa. Öll leyfi eru til staðar og ekki eftir neinu að bíða enda allir sem nálægt Iðu koma sammála um að sjálfsagt sé að taka garðinn og koma ánum aftur í sinn gamla farveg. Ég get ekki séð neitt sem ætti að geta komið í veg fyrir að þetta verði gert áður en veiðitímabilið byrjar í sumar," sagði Birgir Sumarliðason í samtali við Krafla.is en hann hefur unnið ötullega í málinu fyrir veiðiréttareigendur ásamt Helga Ágústssyni, fyrrverandi sendiherra.

    Veiðisvæðið við Iðu. Veiðimenn veiða í dag frá stóru eyrinni sem ber í trjátoppinn. Þar fyrir ofan er garðurinn sem mun hverfa fljótlega og þá færist veiðisvæðið væntanlega innfyrir stóru eyrina á ný.

    Veiðisvæðið við Iðu. Veiðimenn veiða í dag frá stóru eyrinni sem ber í trjátoppinn. Þar fyrir ofan er garðurinn sem mun hverfa fljótlega og þá færist veiðisvæðið væntanlega inn fyrir stóru eyrina á ný.

    Landeigendur í Laugarási, gegnt veiðisvæðinu við Iðu, hafa lengi haft af því miklar áhyggjur að Hvítá sé að sækja mjög að heitum hverum á landi þeirra og að heita vatnið sé í stórhættu. Þeir tóku því fegins hendi boði veiðiréttarhafa við Iðu þess efnis að öllu grjótinu úr garðinum í Stóru Laxá yrði ekið í Hvítá fyrir landi Laugaráss á því svæði sem húm sameinast Stóru Laxá. Myndi það líkast til hafa í för með sér að breytingar á Iðusvæðinu myndu ganga mun hraðar fyrir sig en ella og Hvítá verða mun öflugri liðsmaður Stóru Laxár í því að vinna sig í gegnum gamla farveginn á ný.

    Afar fróðlegt verður að fylgjast með framgangi mála við Iðu næstu vikurnar. Er vonandi að nú verði hendur látnar standa fram úr ermum og eitthvað gert í málunum. Verður þá mjög forvitnilegt að sjá hvernig veiðisvæðið mun líta út í sumar en reikna má með gríðarlegum breytingum strax í kjölfar þess að garðurinn hverfur á braut, mörgum veiðimanninum til mikillar ánægju.

    Við munum fylgjast með og greina frá gangi mála hér á Krafla.is

  • Frábær veiði í Vatnamótum - fékk 7 af 10 á Kröfluflugur

    Georg Garðarsson með glæsilegan sjóbirting sem hann fékk á Krafla Eldur, tommulanga keilutúpu.

    Georg Garðarsson með glæsilegan sjóbirting sem hann fékk á Krafla Eldur, tommulanga keilutúpu.

    ,,Þetta var hrikalega skemmtileg veiðiferð. Við fengum 52 fiska og ef veðrið hefði verið betra hefðum við fengið mun meira," sagði Georg Garðarsson en hann var ásamt félögum sínum í opnunarhollinu í Vatnamótum í Skaftafellssýslu.

    ,,Ég fékk 4 fiska á Ólsen Ólsen og 3 á aðrar flugur frá Kröflu. Það var mikið fjör þarna þegar veðrið var í lagi og um tíma vorum við fjórir með fiska á í einu. Við veiddum föstudaginn 1. apríl og til hádegis á laugardeginum. Margir fiskarnir voru vænir og birtingarnir mjög vel haldnir," sagði Georg ennfremur.

    Ólsen Ólsen túpan á réttum stað í fallegum spikfeitum birtingi.

    Ólsen Ólsen túpan á réttum stað í fallegum spikfeitum birtingi.

    Það var fjör í opnun Vatnamótanna. Hér eru fjórar stangir bognar.

    Það var fjör í opnun Vatnamótanna. Hér eru þrjár stangir bognar.

  • Ágætt kropp í Húseyjarkvísl - Kröfluflugurnar stóðu sig frábærlega í birtingnum

    Sævar Örn Hafsteinsson með gullfallegan sjóbirting sem tók Krókinn í Húseyjarkvísl um helgina.

    Sævar Örn Hafsteinsson með gullfallegan sjóbirting sem tók Krókinn í Húseyjarkvísl um helgina.

    ,,Þetta hefur verið ágætt kropp en oft höfum við veitt miklu meira í Húseyjarkvísl. Við fengum nokkra mjög skemmtilega fiska en enga mjög stóra, það var enginn yfir 10 pundum," sagði Sævar Örn Hafsteinsson en félagar í Mokveiðifélaginu opnuðu Húseyjarkvísl um helgina.

    Það viðraði sæmilega á föstudeginum, 1. apríl, en síðan fór kólnandi. ,,Enn og aftur voru Kröfluflugurnar að virka frábærlega. Við fengum fiska á Grýlu, Iðu, Kolskegg, bláa Kröflu, Skrögg og Krókinn svo einhverjar séu nefndar," sagði Sævar Örn.

    Víða hefur sjóbirtingsveiði verið með miklum ágætum og nokkuð um fallega geldfiska. Þar má nefna Tungufljót og Vatnamótin. Vonandi hafa veiðimenn verið duglegir við að sleppa veiddum fiskum enda engin ástæða til að hirða fiska sem veiðast í vorveiði.

    Krókurinn pikkfastur á góðum stað.

    Krókurinn pikkfastur á góðum stað.

    Þorsteinn Guðmundsson fékk þennan fallega birting á bláa Kröflu í Húseyjarkvísl um helgina.

    Þorsteinn Guðmundsson fékk þennan fallega birting á bláa Kröflu í Húseyjarkvísl um helgina.

4 Hlutir

© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík