Nánari lýsing
Kraflan kom fyrst fram á sjónarsviðið í gráum lit fyrir tveimur árum og var frumsýnd í fiska viðurvist í Norðlingafljóti sumarið 2009. Tóku hana strax laxar í veiðistað nr. 63 og voru verulega áhugasamir. Þetta er verulega veiðilegur litur, óvenjulegur sannarlega þegar farið er yfir litaval yfirleitt, en árangurinn kemur skemmtilega á óvart enda ekki á hverjum degi sem boðið er upp á gráar flugur í íslenskum veiðiám.