Nánari lýsing
Enn ein litasamsetningin í Kröflunni. Ljóst var í upphafinu þegar Kristján var að hanna Kröflurnar undir lok áttunda áratugarins að litir eins og grænn og gulur voru ofarlega á blaði hjá honum. Margar af fyrstu Kröflunum sem Kristján hnýtti voru gular og grænar og gáfu þegar í stað fiska þegar þær voru notaðar.