Nánari lýsing
Feðgarnir Skúli Pálsson og Ólafur Skúlason á Laxalóni eru mörgum veiðimönnum kunnir enda afar merkir menn í fiskeldi í gegnum tíðina. Sveinn Snorrason lögfræðingur Laxalóns varð þess heiðurs aðnjótandi að Kristján Gíslason skírði eina af sínum fallegu flugum í höfuðið á Sveini ártið 1989. Flugan Óli Skúla er mörgum þekkt og fæst hér í þessari verslun og fluguna Skúla hannaði Kristján árið 1988. Hún er ekki enn komin í sölu hjá okkur en mun birtast áður en langt um líður.