Nánari lýsing
Eldfjöll, jöklar og stríðir straumar eru hluti af ómótstæðilegu aðdráttarafli Íslands á erlenda veiðimenn.
Í þessu landi þjóðsagna segir náttúran sína eigin sögu um ferðalag fiska úr uppeldisám, til sjávar og heim aftur bæði stærri og sterkari.
Í myndinni er fjallað um sameiginlegt ferðalag heimamanna og erlendra gesta þeirra um nægtarborð íslenskrar fluguveiði.
Leiðangurinn er um gjörvallt landið og sýnir það besta sem fyrir augu gestsins bar í þeirri ferð.
Kastað er á nýgengna laxa í kristaltærum ám, eyðifjörður kannaður í leit að kröftugum sjóbleikjum og freistað risastórra urriða og sjóbirtinga í lindám Suðurlands. Öllum tegundum íslenskra laxfiska eru gerð skil.
Þessi einstaka kvikmyndaupplifun fangar ástríðu og áhuga fluguveiðimanna í könnunarleiðangri þeirra um þetta einstaka land og sýnir draumalandið með augum ferðamannsins.