Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Eiga heiðursstað í mínum boxum

Hvaða flugur koma fyrst upp í hugann er maður leitar í smiðju Kristján Gíslasonar? Jú, auðvitað er það Kraflan, Skröggur líka, Gríma má ekki gleymast og svo auðvitað Analíus. Allar eiga þessar flugur heiðursstað í mínum fluguboxum.

Síðan ég hóf mína laxveiði fyrir alvöru veiðandi með flugustöng þá hef ég veitt á flugur hans. Ég verð að hafa þær með er ég fer í veiðitúr, annars líður mér einfaldlega ekki nógu vel. Maður verður nefnilega að trúa á þær flugur sem maður hefur undir og með árangrinum eflist trúin.

Það er dálítið sérstakt með flugur hans að ég það til að binda ákveðinn veiðistað við eina eða fleiri. Til að mynda þegar ég veiði Kálfahagahyl Stóru-laxá að hausti til. Þar nota ég Kröflu, verður að vera rauð, tommu-löng. Þegar ég er með hana undir í Stóru er ég ávallt meira en viðbúinn töku. Þegar ég fer í Hítará í júlí eða ágúst verð að ég vera með Analíus og Skrögg og þá í litlum stærðum, # 12 og minni. Man eftir júlí-veiði fyrir um 8 árum, var að veiðum í Túnstreng 3. Flotlína, mikið vatn, dumbungur, topp-aðstæður. Ég reyndi ýmsar flugur með litlum árangri. Opnaði svo síðasta boxið í vestinu og Analíus # 14 varð fyrir valinu. Skömmu seinna var ég búinn að landa 5 löxum. Síðustu ár hef ég tekið marga laxa á hana.

Ég varð það lánsamur að hitta Kristján áður en hann féll frá. Ég hef lesið allar hans bækur. Það er og verður alltaf heiður að hnýta hans flugur undir og leggja fyrir lónbúann.

Kær kveðja, Sturla Örlygsson

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík