Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Rafn Hafnfjörð missti sannkallað tröll í Víðidalsá - fékk 20 pundara á rauðan Elliða

,,Þetta var í raun mikið ævintýri. Ég var búinn að fá 20 punda lax á rauða Elliðann en átti alveg eins von á einhverju meiru. Það kom mér því ekkert sérstaklega á óvart þegar þessi svakalegi fiskur tók rauða Elliðann. Ég fann það hins vegar mjög fljótlega að ég fékk ekki við neitt ráðið og þrátt fyrir mína tilburði gat laxinn gert það sem honum datt í hug. Þetta var það stór fiskur að ég réð ekki við neitt. Ég sá hann aldrei allan en ég sá bakið og sporðinn og það var svo sem alveg nóg fyrir mig. Þetta var svakalega stór fiskur og án nokkurs efa stærri en 20 pundarinn. Ég vil skora á þann heppna veiðimann sem hugsanlega setur í þennan dreka í Víðidalsánni að skila mér flugunni," sagði Rafn Hafnfjörð í samtali við Krafla.is og brosti í kampinn. Rafn var við veiðar á dögunum í Víðidalsá og veiddi hann vel að venju.

,,Í mínum huga er rauði Elliðinn alveg sérstaklega öflug fluga. Ég hef í mörg ár notað þessa skæðu flugu með góðum árangri eins og raunar allar flugur Kristjáns Gíslasonar og þá alveg sérstaklega Kröflurnar," sagði Rafn Hafnfjörð.

Rafn tók fram að sér þætti það mjög miður að hafa þurft að drepa hænginn stóra. ,,Það var því miður ekki um annað að ræða. Fiskurinn lét mjög illa eftir löndunina og okkur gekk seint að mæla lengd hans endanlega. Síðan kom í ljós mikil blæðing þannig að það var ekkert vit í því að sleppa fiskinum aftur í ána. Hans beið ekkert nema dauðinn og því eins gott að afgreiða málið strax," sagði Rafn.

Á myndinni er Rafn Hafnfjörð með 20 punda hænginn sem tók rauða Elliðann nr. 12. Laxinn var 102 cm. Rafn setti í annað og sannkallað tröll í sama túr í Víðidalsánni og það var greinilegt á Rafni að sá fiskur var mun stærri. Rafn biður hugsanlegan veiðimann í Víðidalsá að skila sér rauða Elliðanum ef hann nær tröllinu á land.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík