Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Svarta Kraflan gefur yfirleitt meiri afla

Kröflurnar eru ótrúlega gjöfular flugur eins og dæmin sanna frá árinu 1977, fyrir 31 ári síðan. Stundum hafa þær reynst betri en aðrar flugur, stundum jafngóðar. Okkar flugur eru mjög öflugar haustflugur, svo öflugar oft á tíðum, til dæmis í sjóbirtingi, að menn hafa staðið agndofa. Og ekki er alltaf tekið fullt mark á fluguveiðimönnum sem skarta góðum árangri í október, einhverra hluta vegna.

Nú nýverið fréttum við af þekktum feðgum sem fóru til veiða, vissulega seint, en skeytið sem við fengum við heimkomuna hljóðaði þannig:

,,Sæll félagi Stefán !

Við Júlli fórum í Stóru Langadalsá á laugardaginn. Áttum þar sjóbirtingsdag. Tókum því mjög rólega, fórum út kl 10.30 og hættum á hádegi. Þá var komið nóg, 2 laxar 6 og 7 pund. Tveir birtingar 2 og 5 pund. Allt á Svarta Kröflu 1”

Takk fyrir þetta skemmtilega innslag feðgar. Hvað á maður svo sem að segja? Svarta Kraflan hefur reynst okkur afar vel undanfarin ár, og alltaf betur og betur. Feðgarnir Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður SVFR og sonur hans, eru á réttri leið.

-SK

Snjall veiðimaður með fallega haustveiði. Lax og birting. Allir tóku þeir svörtu Kröfluna.

Snjall veiðimaður með fallega haustveiði. Lax og birting. Allir tóku þeir svörtu Kröfluna.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík