Nýtt og glæsilegt Sportveiðiblað komið út
This entry was posted on 5. June 2009
.Sportveiðiblaðið í ritstjórn Gunnars Benders, er nýkomið út og er blaðið mjög glæsilegt í alla staði. Blaðið er 116 síður og hreinlega hlaðið skemmtilegu efni um stangaveiði og skotveiði.
Pálmi Gunnarsson er í ítarlegu viðtali Ragnars Hólm og fara þeir félagar vítt yfir völlinn. Rætt er við Eddu Guðmundsdóttur fyrrum forsætisráðherrafrú og eiginkonu Steingríms Hermannssonar. Viðtal er við Gísla Ásgeirsson um nýja markaðssetningu Íslands. Bubbi Mothens segir frá ofurlaxinum á Núpafossbrún. Bjarni Júlíusson, fyrrum formaður SVFR fjallar um netamálin í Hvítá og Ölfusá. Árni Magnússon fyrrverandi ráðherra segir afar skemmtilega veiðisögu frá Grænlandi. Eirikur St. Eiríksson, stjórnarmaður í SVFR, segir frá fyrsta veiðidegi ársins í Tungufljóti og loks má nefna mjög ítarlega kynningu á Laxá í Leirársveit í máli og myndum. Hér er aðeins fátt eitt nefnt. Blaðið er hreinlega stútfullt af skemmtilegu efni.
Sportveiðiblaðið er afar glæsilegt tímarit og ætti hver einasti veiðimaður að gerast áskrifandi að blaðinu sem kemur út tvisvar á ári.