Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

,,Kolskeggur er í miklu uppáhaldi hjá mér"

Hrefna með maríulaxinn í Langá í fyrra. 6 punda hængur sem tók Kolskegg Long Wing túpuna í veiðistaðnum

Hrefna Hallgrímsdóttir með Maríulaxinn í Langá í fyrra. 6 punda hængur sem tók Kolskegg Long Wing túpuna í veiðistaðnum Bárðarbungu.

,,Eins og gefur að skilja er Kolskeggur í miklu uppáhaldi hjá mér þó svo að vissulega fari allar stærðir og gerðir á stöngina hjá mér enda aldrei að vita hvað fellur í kramið hverju sinni. Það er ekki spurning að Kolskeggur er lukkudýrið mitt og ég verð eiga minnst einn í fluguboxinu mínu. Hann kemur sterkur inn þegar á þarf að halda og sem strippfluga kemur hann hreyfingu á fiskinn ef einhver er," segir Hrefna Hallgrímsdóttir í samtali við Krafla.is

Hrefna náði að veiða fyrsta laxinn sinn á flugu í Langá í júlí í fyrra. Þetta var 6 punda hængur og hann tók Kolskegg Long Wing túpuna í Bárðarbungu. Lukkan var með Hrefnu og eiginmanni hennar í þessa þrjá daga í Langánni og Kolskeggurinn afar sterkur. Alls veiddi Hrefna 9 laxa á Kolskegginn og bóndinn var með 6 laxa. Eftir Langána fórum þau í Laxá í Kjós og þar fékk Hrefna einn lax á Kolskegg og einnig fékk hún lax á Kolskegg í Hafralónsánni í ágúst.

Hafsteinn Orri Yngvason með fallegan lax sem tók Kolskegg í fyrsta kasti í Langánni í fyrra. Kolskeggur Long Wing var mjög skæð fluga í Langánni í fyrra.

Hafsteinn Orri Yngvason með fallegan lax sem tók Kolskegg í fyrsta kasti í Langánni í fyrra. Kolskeggur Long Wing var mjög skæð fluga í Langánni í fyrra.

,,Eftir að hafa fengið Maríulaxinn í Langánni fór allt af stað hjá mér og ég endaði sumarið í 15 löxum. Auðvitað missti ég ansi marga en lít á það sem mistök sem nauðsynlegt er að fara í gegnum til að læra af. Það er enginn sem getur lýst tilfinningu sem maður fær í gegnum stöngina sem hjálpar til við að bregðast rétt við eftir að fiskurinn tekur og síðan hvernig best er að landa honum. Ósjaldan var það Kolskeggur sem var undir en auðvitað var ég að prófa mig áfram enda algjör byrjandi í fluguveiði.," segir Hrefna og greinilegt að hún er framtíðar fluguveiðiveiðikona.

kolskeggur-15-640

Kolskeggur Long Wing er til í tveimur stærðum hér á Krafla.is - 1" og 1,5" og túpurnar eru með tveimur götum þannig að bæði er hægt að veiða með þeim sem venjuleg atúpu og einnig sem gárutúpu.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík