Miðsvæði Laxár í Kjós hreinlega fylltist af 4-10 punda sjóbirtingum sem gengu eina nóttina nýverið í hundraðatali
This entry was posted on 28. June 2009
.
Nótt eina nývewrið, nánar tiltekið aðfaranótt sl. föstudags áttu sér stað undur og stórmerki við Laxá í Kjós. Heimildamaður okkar er afar kunnugur öllum staðháttum við Laxá í Kjós til margra ára. Snemma morguns í gær tók hann eftir því að sjóbirtingur hafði gengið í ána í mjög miklum mæli. Eftir ítarlega skoðun í gær var niðurstaða hans að mörg hundruð vænir sjóbirtingar höfðu gengið í ána, ef eki einhver þúsund. Nánast allir birtingarnir virðast vera á bilinu 4 til 10 pund og allir staddir á frísvæðinu eftir nóttina.Gengur sjóbirtingurinn í Kjósinni mjög hratt upp á miðsvæði árinnar og stoppar ekki á neðra svæði árinnar.
Miðsvæði Laxár í Kjós og frísvæðið er þakið þessum væna birtingi og bara í Káranesfljótinu einu eru sagðir um 200 vænir sjóbirtingar. Þessir sjóbirtingar veiddust ekki um helgina. Ástæðan var einföld. Stafalogn og mikil birta. Guð veri með þeim veiðimönnum sem lenda í þessum vænu birtingum við réttu skilyrðin. Vissara þá að hafa orange Kröfluna og fleiri liti af Kröflum klára og Mýsluna við hendina.