Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Monthly Archives: June 2009

  • ,,Kolskeggur er í miklu uppáhaldi hjá mér"

    Hrefna með maríulaxinn í Langá í fyrra. 6 punda hængur sem tók Kolskegg Long Wing túpuna í veiðistaðnum

    Hrefna Hallgrímsdóttir með Maríulaxinn í Langá í fyrra. 6 punda hængur sem tók Kolskegg Long Wing túpuna í veiðistaðnum Bárðarbungu.

    ,,Eins og gefur að skilja er Kolskeggur í miklu uppáhaldi hjá mér þó svo að vissulega fari allar stærðir og gerðir á stöngina hjá mér enda aldrei að vita hvað fellur í kramið hverju sinni. Það er ekki spurning að Kolskeggur er lukkudýrið mitt og ég verð eiga minnst einn í fluguboxinu mínu. Hann kemur sterkur inn þegar á þarf að halda og sem strippfluga kemur hann hreyfingu á fiskinn ef einhver er," segir Hrefna Hallgrímsdóttir í samtali við Krafla.is

    Hrefna náði að veiða fyrsta laxinn sinn á flugu í Langá í júlí í fyrra. Þetta var 6 punda hængur og hann tók Kolskegg Long Wing túpuna í Bárðarbungu. Lukkan var með Hrefnu og eiginmanni hennar í þessa þrjá daga í Langánni og Kolskeggurinn afar sterkur. Alls veiddi Hrefna 9 laxa á Kolskegginn og bóndinn var með 6 laxa. Eftir Langána fórum þau í Laxá í Kjós og þar fékk Hrefna einn lax á Kolskegg og einnig fékk hún lax á Kolskegg í Hafralónsánni í ágúst.

    Hafsteinn Orri Yngvason með fallegan lax sem tók Kolskegg í fyrsta kasti í Langánni í fyrra. Kolskeggur Long Wing var mjög skæð fluga í Langánni í fyrra.

    Hafsteinn Orri Yngvason með fallegan lax sem tók Kolskegg í fyrsta kasti í Langánni í fyrra. Kolskeggur Long Wing var mjög skæð fluga í Langánni í fyrra.

    ,,Eftir að hafa fengið Maríulaxinn í Langánni fór allt af stað hjá mér og ég endaði sumarið í 15 löxum. Auðvitað missti ég ansi marga en lít á það sem mistök sem nauðsynlegt er að fara í gegnum til að læra af. Það er enginn sem getur lýst tilfinningu sem maður fær í gegnum stöngina sem hjálpar til við að bregðast rétt við eftir að fiskurinn tekur og síðan hvernig best er að landa honum. Ósjaldan var það Kolskeggur sem var undir en auðvitað var ég að prófa mig áfram enda algjör byrjandi í fluguveiði.," segir Hrefna og greinilegt að hún er framtíðar fluguveiðiveiðikona.

    kolskeggur-15-640

    Kolskeggur Long Wing er til í tveimur stærðum hér á Krafla.is - 1" og 1,5" og túpurnar eru með tveimur götum þannig að bæði er hægt að veiða með þeim sem venjuleg atúpu og einnig sem gárutúpu.

  • Betri veiði í Norðurá en á sama tíma í fyrra

    Þetta eru puttar formanns SVFR að hnýta svarta Kröflu á taumendann fyrir fyrstu köstin í Norðurá sumarið 2009. Formaðurinn lenti síðan í miklu ævintýri og fór á kaf í ána eftir að lax tók svörtu Kröfluna og þaut niður af Brotinu, niður allan Almenninginn og lak loks af í löndun á Bryggjunum.

    Þetta eru puttar formanns SVFR að hnýta svarta Kröflu á taumendann fyrir fyrstu köstin í Norðurá sumarið 2009. Formaðurinn lenti síðan í miklu ævintýri og fór á kaf í ána eftir að lax tók svörtu Kröfluna og þaut niður af Brotinu, niður allan Almenninginn og lak loks af í löndun á Bryggjunum.

    Þrátt fyrir að veiðin í Norðurá hafi kannski hingað til ekki verið sú sem bjartsýnustu menn vonuðust eftir er veiðin betri en á sama tíma í fyrra svo nemur nokkrum löxum. Stjórnarhollið byrjaði afar vel, setti í tíu laxa fyrsta daginn en síðan varla söguna meir.

    Í dag er veiði ögn betri í Norðurá en í fyrra. Einn er þó afar ljós punktur. Tveggja ára laxinn virðist mun bústnari en hann var í fyrra. Þrátt fyrir að menn hafi vonast eftir heldur kröftugri göngum tveggjara ára laxins hefur það glatt hjörtun að veiðimenn hafa sett í vænni fiska en undanfarin ár.

    Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, setti í 12-15 punda lax á opnunardegi. Fiskurinn rauk niður Brotið og setti formann félagsins á kaf í ána.Missti hann stöngina en náði henni síðar með naumindum er hann náði að grípa í stangartoppinn áður en stöngin flaut niður ána. Skömmu síðar var fiskurinn laus en hann tók 1/2" svarta Kröflu keilutúpu á Brotinu. Veiðimenn hafa sett í fleiri laxa í vænni kantinum en þeir hafa flestir sloppið. Hvað Norðurá varðar þá bíða menn nú spenntir eftir smálaxinum og verður afar spennandi að sjá hversu öflugar göngurnar verða.

    Laxinn orðinn þreyttur eftir langa viðureign. 12-15 punda laxinn fékk síðan frelsið skömmu síðar er hann lak af í flæðarmálinu.

    Laxinn orðinn þreyttur eftir langa viðureign. 12-15 punda laxinn sem réðst á svörtu Kröfluna á Brotinu fékk síðan frelsið skömmu síðar er hann lak af í flæðarmálinu 2-300 metrum neðan við tökustaðinn.

  • Glæsilegar nýjar flugur á Krafla.is- örsmáar keilutúpur og Long Wing túpur sem laxinn stenst ekki eins og dæmin sanna

    Kolskeggur hannaður 1970 af Stefáni Kristjánssyni. Alveg undarlega öflug fluga í útgáfunni með löngum væng.

    Kolskeggur hannaður 1970 af Stefáni Kristjánssyni. Alveg undarlega öflug fluga í útgáfunni með löngum væng.

    Við erum alltaf að bæta við úrvalið í netverslun okkar og nú hafa bæst við ótrúlega flottar flugur á Krafla.is  Annars vegar eru það plasttúpur með löngum væng, Long Wing túpur sem við fengum sl. sumar og hins vegar örlitlar tungsten Kröflu keilutúpur í sjö litum sem við nefnum Micro og Nano og komu í netverslun okkar sl. haust  Við fullyrðum að hér er um hnýtingu á heimsmælikvarða að ræða og árangurinn er frábær.

    Long Wing túpurnar fengum við fyrir síðustu vertíð og þær voru strax að virka. Við seldum veiðimönnum flugurnar sem reyndu fyrir sér í Langá á Mýrum og árangurinn var ævintýralegur.  Hafsteinn Orri Yngvason í Langá setti í lax í Langá þegar hann reyndi Kolskegginn í fyrsta kasti í Langá og fékk síðan á hana fjölmarga laxa sl. sumar. Annar viðskiptavinur okkar keypti Kolskegg Long Wing túpuna hjá okkur og fékk á hana 9 laxa í Langá í júlí í fyrra. Þessi veiðimaður, sem við ræðum við fljótlega hér á Krafla.is, fékk Maríulaxinn á Kolskegginn í Langánni og marga laxa í kjölfarið. Skyldi engum koma á óvart að þessi ágæti veiðimaður

    Iðan kemur mjög vel út í túpuforminu með löngum væng enda hefur hún reynst mönnum afar vel.

    Iðan kemur mjög vel út í túpuforminu með löngum væng enda hefur hún reynst mönnum afar vel.

    er í dag forfallinn fluguveiðimaður og mikill aðdáandi Kolskeggs. Einnig höfum við heyrt sögur af magnaðri veiði á Skrögg og Iðu sem einnig fást í plasttúpu með löngum væng. Skröggurinn og Iðan voru til að mynda að gefa góða veiði í Norðlingafljóti í fyrra.

    Og hér kemur ein saga af mörgum sem við höfum heyrt af Long Wing túpunum: ,,Ég var ekkert alltof bjartsýnn þegar ég ók upp Norðurárdalinn. Einn af síðustu dögunum í ágúst var runninn upp og vatnið í ánni oft verið meira. Ég átti því ekki von á líflegri töku. Þegar ég kom að ánni við Símastreng ákvað ég að setja Kolskegg Long Wing túpuna á tauminn en hana hafði ég keypt á Krafla.is nokkrum dögum áður. Ég gæti skrifað langa grein hér um þennan morgun. Ég fékk sjö laxa á Kolskegginn og margir laxar ,,hittu" hann aldrei í mörgum tilraunum sínum. Eftir þennan eftirminnilegasta morgun minn við Norðurá mun  Kolskeggur alltaf skipa ákverðinn sess í mínu fluguboxi."

    Krafla orange Micro og Nano. Stórkostlegt handbragð og sem slíkar hafa þessar örsmáu keilutúpur reynst afar vel í lax- og silungsveiði því bleikjan er einnig til í þessar agnarsmáu keilutúpur.

    Krafla orange Micro og Nano. Stórkostlegt handbragð og sem slíkar hafa þessar örsmáu keilutúpur reynst afar vel í lax- og silungsveiði því bleikjan er einnig til í þessar agnarsmáu keilutúpur.

    Long Wing plasttúpurnar okkar eru skemmtilegar hvað það varðar að hægt er að nota þær bæði sem venjulegar túpur og gárutúpur. Göt eru fyrir hvora aðferðina sem menn kjósa sér.

    Veiðimenn sem séð hafa Kröflutúpurnar okkar í Micro og Nano útgáfunni hafa verið yfir sig hrifnir. Fjölmargir veiðimenn sem reynt hafa þessa litlu gullmola hafa náð á þær mikilli veiði. Þessar örsmáu keilutúpur, þar sem hnýtingarflöturinn er 2 og 3 millimetrar, voru að gefa mönnum magnaða veiði undir lok vertíðar í fyrra. Þetta eru skæð vopn. Og tungsten keilan gefur mikla þyngd og mikinn sökkhraða. Við vorum við veiðar í Norðurá í byrjun september í fyrra með tveimur reyndum görpum í árnefnd Norðurár, Gunnari Erni Péturssyni og Jóni G. Baldvinssyni. Fengu félagarnir fjóra eða fimm laxa á litlu Kröflutúpurnar á skömmum tima í Skarðshamrafljóti í afar litlu og erfiðu vatni. Og laxarnir tóku Kröflurnar af slíkum áhuga að hvorugur missti lax.

    Rauða Kraflan er glæsileg í Micro og Nano.

    Rauða Kraflan er glæsileg í Micro og Nano.

    Örlítil Kröflutúpan í Micro eða Nano reyndist mönnum vel sl. haust. Þetta er falleg litasamsetning og árangurinn eftir því.

    Örlítil Kröflutúpan í Micro eða Nano reyndist mönnum vel sl. haust. Þetta er falleg litasamsetning og árangurinn eftir því.

  • Veiðin róleg í Norðurá - falleg 80 cm hrygna tók Kröflu á Brotinu

    Ólafur Ingvi Arnarsson með hrygnuna fallegu sem tók svörtu Kröflutúpuna á Brotinu neðan við Laxfoss. Myndin fengin af vef SVFR.

    Ólafur Ingvi Arnarsson með hrygnuna fallegu sem tók svörtu Kröflutúpuna á Brotinu neðan við Laxfoss. Hrygnan var 80 cm löng. Myndin fengin af vef SVFR.

    Veiðin er róleg  í Norðurá í kjölfar stórstraums þessa dagana og á land eru komnir eitthvað rúmlega 20 laxar.  Það er dagamunur á því hve mikið menn sjá af laxi og ljóst er að hann er að ganga í strauminn og veiðin er heldur meiri en á sama tíma í fyrra.

    Á dögunum fékk Ólafur Ingvi Arnarsson mjög fallega 80 cm langa hrygnu á Brotinu neðan við Laxfoss og tók hún 1/2" svarta Kröflu keilutúpu. Fyrsti laxinn hefur veiðst við Króksbrú. Ótrúlega snemma á ferðinni sá fiskur og genginn alla leið fram að Holtavörðuheiði.

    Enn hefur ekki veiðst lax á svæðinu við Munaðarnes eða í Stekknum en það hlýtur að styttast verulega í það. Vatnsmagn í Norðurá fer nú minnkandi en frekar kalt er til heiða og snjóbráð því af skornum skammti. Vatn er þó mjög gott í Norðurá ennþá og verður örugglega gott næstu daga og vikur.

Hlutur 5 til 8 af 13

Síða:
  1. 1
  2. 2
  3. 3
  4. 4
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík