Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Glæsilegir Kröflulaxar á land í Húseyjarkvíslinni

Hörður Hafsteinsson með 91 cm kangan hænginn sem tók svarta Kröflutúpu í Húseyjarkvísl um helgina. Hreint glæsilegur fiskur og nálægt 18 pundunum.

Hörður Hafsteinsson með 91 cm kangan hænginn sem tók svarta Kröflutúpu í Húseyjarkvísl um helgina. Hreint glæsilegur fiskur og nálægt 18 pundunum.

,,Þetta var algjörlega geggjað. Allar aðstæður voru mjög erfiðar, sterkjusólskyn og blankalogn nánast alla helgina. Þessar aðstæður eru afar erfiðar í Húseyjarkvíslinni en það kom þó ekki í veg fyrir að við urðum vel varir. Við fengum þrjá væna laxa sem voru afar erfiðir viðureignar og þetta var mjög skemmtilegur veiðitúr," sagði Sævar Örn Hafsteinsson sem veiddi 83 cm langa hrygnu á Krafla Eldur (orange og svört), 1" keilutúpu. ,,Takan var afar skemmtileg og fallegri flugu hef ég varla séð í vatni," sagði Sævar Örn ennfremur.

Hörður Hafsteinsson, bróðir Sævars Arnar, lenti einnig í ævintýri. ,,Ég var að kasta svartri Kröflutúpu og í þriðja kasti var hún tekin með gríðarlegum látum. Ég fann strax að laxinn var gífurlega sterkur og ég náði honum ekki á land fyr en eftir 40 mínútna viðureign. Þetta var stórkostæleg taka og með þeim eftirminnilegri sem ég hef lent í," sagði Hörður í samtali við Krafla.is Fiskur Harðar var 91 cm langur hængur og líkast til um 18 pundin, kaflúsugur og stórglæsilegur fiskur eins og sést á myndinni með fréttinni. ,,Þetta var taka sem seint

Sævar Örn með 83 cm hrygnuna glæsilegu sem tók Kröflu Eld keilutúpu (orange og svört) í Húseyjarkvíslinni um helgina.

Sævar Örn með 83 cm hrygnuna glæsilegu sem tók Kröflu Eld keilutúpu (orange og svört) í Húseyjarkvíslinni um helgina.

gleymist. Laxinn tók í miðjum hylnum, stökk með miklum tilþrifum og hreinsaði sig tvisvar. Rauk síðan upp allan hylinn og fór upp miklar flúðir sem eru efst í hlnum. Svo fór hann niður í hylinn aftur og niður í næsta hyl fyrir neðan," sagði Hörður.

Þeir bræður tilheyra félagi sem heitir Mokveiðifélagið og félagsmenn í því ágæta félagi eru farnir að veiða meira og minna á flugur frá Krafla.is  ,,Við byrjuðum að prófa þessar flugur í fyrra og þær hafa reynst okkur frábærlega vel. Þetta eru mjög sterkar flugur og ákaflega gjöfular. Við sannreyndum það í veiðitúrnum á undan Húseyjarkvíslinni sem var í Laxá í Kjós. Þar vorum við við mjög erfiðar aðstæður, vel yfir 20 stiga hita og sól og logn en veiddum samt ótrúlega vel. Við vorum með helminginn af aflanum sem hollið fékk og þar sönnuðu Kröfluflugurnar sig heldur betur. Fiskarnir sem við fengum í Húseyjarkvíslinni sönnuðu einnig gæði flugnanna. Aðstæður voru eins og þær gerast verstar og við bætist að Húseyjarkvíslin er síðsumarsá og

Bræðurnir Sævar Örn og Hörður losa Kolskegg flottúpuna úr laxi sem tók á Lækjarbreiðunni í Laxá í Kjós.

Bræðurnir Sævar Örn og Hörður losa Kolskegg flottúpuna úr laxi sem tók á Lækjarbreiðunni í Laxá í Kjós.

yfirleitt varla komin í gang á þessum tíma," sögðu þeir bræður við Krafla.is

Þeir Mokveiðifélagsmenn slepptu öllum löxum sínum í Laxá í Kjós og Húseyjarkvísl. ,,Í félaginu eru veiðimenn á ferð sem hugsa um framtíðina og við viljum að börnin okkar fái að njóta þess að veiða stórlax einhvern daginn. Lengi lifi stórlaxinn," sögðu bræðurnir að lokum.

Mun fleiri myndir úr veiðiturum Mokveiðifélagsins má sjá á www.veidimenn.com

Sævar Örn með 6 punda nýgenginn sjóbirting sem tók 1/2" Kröflu orange keilutúpu í Káranesfljótinu í Laxá í Kjós á dögunum.

Sævar Örn með 6 punda nýgenginn sjóbirting sem tók 1/2" Kröflu orange keilutúpu í Káranesfljótinu í Laxá í Kjós á dögunum.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík