Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Þverá í Fljótshlíð: Frábær veiði Mokveiðifélagsins á flugur frá Krafla.is

Bræðurnir Sævar Örn og Hörður Hafsteinssynir, meðgullfallega 12 punda hrygnu sem tók Kolskegg.

Bræðurnir Sævar Örn og Hörður Hafsteinssynir, meðgullfallega 12 punda hrygnu sem tók Kolskegg.

Flugur okkar á Krafla.is eru að gera það gott víða um land. Nýjustu fréttir eru af heimsókn meðlima Mokveiðifélagsins í snotra bergvatnsá, Þverá í Fljótshlíð, um helgina.

Forsprakkar Mokveiðifélagsins, bræðurnir Sævar Örn og Hörður Hafsteinssynir, lögðu land undir fót um helgina og renndu fyrir laxa í Þveránni seinni part föstudags og fyrri part laugardags. Í liðinni viku heimsóttu þeir bræður okkur á Krafla.is og versluðu flugur. Höfðu þeir bræður á orði að of langur tími væri liðinn frá síðasta veiðitúr sem var í Húseyjarkvísl og þar áður í Laxá í Kjós. Í þessum ám veiddu þeir bræður mjög vel ásamt félögum sínum á flugur frá okkur á Krafla.is og einkum á Kolskegg flottúpu og Kröflu keilutúpur.

Í síðustu verslunarferð þeirra félaga í Mokveiðifélaginu til okkar lögðu þeir félagar megin áhersluna á þríkrækjur. Birgðu sig upp af Kröflum, Iðu, Elliða rauðum og Grímum í öllum regnbogans litum. Og núna um helgina voru þessar flugur reyndar á nýjum veiðislóðum þar sem þeir félagar höfðu ekki veitt áður, Þverá í Fljótshlíð. Og flugurnar reyndust vel. Þeir félagar fengu 10 laxa og marga væna. 4 laxar tóku Iðu, 2 laxar komu á rauða Grímu og 4 laxar tóku Kröflur í ýmsum litum og Kolskegg. Þyngsti laxinn var 12 pund. ,,Við höfðum bullandi trú á öllum þessum flugum. Þær stóðu fyllilega undir öllum væntingunum. Kröflurnar eða Grímurnar ásamt Kolskeggi og Iðu, þetta eru frábærar flugur og þessi árangur okkar staðfestir það," sögðu þeir bræður við heimkomuna.

Karl barón með flottan lax sem tók bláa Kröflu í Þverá í Fljótshlíð um helgina.

Karl barón með flottan lax sem tók bláa Kröflu í Þverá í Fljótshlíð um helgina.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík