Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Stórbrotið veiðisvæði Jöklu - 10 af 17 löxum á Kolskegg, rosalegar tökur og rígvænar bleikjur

Guðrún Jónsdóttir með flottan smálax sem tók Kolskegg í Fögruhlíðará.

Guðrún Jónsdóttir með flottan smálax sem tók Kolskegg í Fögruhlíðará.

Veiðimenn sem voru við veiðar í einn og hálfan dag á Jöklusvæðinu hans Þrastar Elliðasonar fengu 17 laxa og misstu sex. Að auki frengu þessar aflaklær sem kenna sig við Mokveiðifélagið 8 vænar bleikjur og sjóbirtinga af fallegri gerðinni.

,,Þetta var í einu orði sagt stórkostlegt. Þetta veiðisvæði er með því flottasta hér á landi ef ekki það fallegasta. Og ekki skemmdi fyrir að við veiddum mjög vel og í raun mun betur en við áttum von á," sagði Hörður Hafsteinsson, einn veiðimannanna í samtali við Krafla.is

,,Og enn einu sinni var Kolskeggurinn í aðalhlutverkinu. Af þessum 17 löxum sem við lönduðum komu 10 á Kolskegg. Og tökurnar voru svo rosalegar að ég hef aldrei séð annað eins. Laxarnir komu á eftir Kolskeggnum niður ána og einn tók hana á lofti þegar hún var að lenda á vatninu. Ég á í raun ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa þessum tökum. Ég hef aldrei átt flugu fyr sem virðist fara eins mikið í taugarnar á löxum. Og bleikjurnar voru alveg jafn vitlausar í Kolskegginn," sagði Hörður sem einnig fékk laxa á svarta Kröflu og Kröflu Eld keilutúpur.

Hér hefur lax rokið á Kolskegginn í Fögruhlíðará hjá Árna Jóhannssyni.

Hér hefur lax rokið á Kolskegginn í Fögruhlíðará hjá Árna Jóhannssyni.

Jöklusvæðið samanstendur af Jöklu og hliðarám hennar sem eru Laxá og Kaldá og svo Fögruhlíðará. Vatnsmagn er misjafnt í þessum ám en í öllum þeirra eru mjög margir glæsilegir veiðistaðir og alveg ljóst að þetta er framtíðar laxveiðisvæði. ,,Þetta svæði er komið til að vera hjá okkur félögunum og við munum reyna að komast þarna til veiða á hverju sumri eftir þessa veiðiferð," sagði Hörður ennfremur.

Sjá má frétt og tæplega 200 myndir úr veiðitúrnum á vef Mokveiðifélagsins sen slóðin er www.veidimenn.com

Og hér er Árni með laxinn að löndun lokinni.

Og hér er Árni með laxinn að löndun lokinni.

Hér eru heldur betur átök í gangi. Hörður Hafsteinsson að þreyta lax á svarta Krökflu í ármótum Laxár og Jöklu.

Hér eru heldur betur átök í gangi. Hörður Hafsteinsson að þreyta lax á svarta Kröflu í ármótum Laxár og Jöklu.

Og hér er Hörður með laxinn fallega sem tók svörtu Kröfluna.

Og hér er Hörður með laxinn fallega sem tók svörtu Kröfluna.

Sævar Örn Hafsteinsson með silfraðan smálax sem tók Kolskegg með miklum látum.

Sævar Örn Hafsteinsson með silfraðan smálax sem tók Kolskegg með miklum látum í Jöklu.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík