Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

45 laxar af 58 við Iðu á Kröfluflugur - fréttir héðan og þaðan

Steinar Petersen losar gula Kröflutúpu úr fallegum smálaxi á Iðunni á dögunum. Alls hafa 20 laxar veiðst á Kröflur á Iðunni í sumar og er hún langskæðasta flugan samkvæmt veiðibók.

Steinar Petersen losar gula Kröflutúpu úr fallegum smálaxi á Iðunni á dögunum. Alls hafa 20 laxar veiðst á Kröflur á Iðunni í sumar og er hún langskæðasta flugan samkvæmt veiðibók.

Þann 15. ágúst sl. var búið að skrá 91 lax í veiðibókina við Iðu í Biskupstungum. Fastlega má gera ráð fyrir að um 200 laxar hafi þegar veiðst við Iðu í sumar en veiðimenn sem nýta helming veiðiréttarins á svæðinu skrá ekki afla í veiðibók og hafa aldrei gert.

Við tókum saman nokkrar tölur við Iðu 15. ágúst. Af þessum 91 laxi sem var í bókinni voru 58 veiddir á flugu, 21 á spón og 12 á maðk. Flugur frá okkur á Krafla.is hafa verið sérlega gjöfular við Iðu í sumar en af þessum 58 flugulöxum voru 45 á  flugur frá okkur á Krafla.is og einungis 13 laxar á aðrar flugur. Kröflur í ýmsum litum höfðu gefið langflesta laxa eða 20, Marbendill 12, Skröggur 4 laxa, Ólsen Ólsen 2 laxa, Kolskeggur flottúpa 2 laxa, silungaflugan Mýsla 2 laxa og Iða flottúpa, Randalín og Grýla 1 lax hver.

Síðasta holl sem við fréttum af í Djúpadalsá og var við veiðar um miðjan ágúst fékk 40 bleikjur og 4 laxa. Létu veiðimenn afar vel af dvöl sinni við ána.

Þessi tók Skrögg flottúpu í Laxá í Kjós.

Þessi tók Skrögg flottúpu í Laxá í Kjós.

Við erum látlaust að frétta af mjög góðri veiði á flugur frá okkur á Krafla.is og ásóknin í flugur okkar í sumar er eftir því. Ljóst er að Long Wing flottúpurnar Kolskeggur, Skröggur og Iða eru algjörlega að slá í gegn og án vafa er Kolskeggur ,,spútnikfluga" ársins.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík