Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Fékk nokkra sjóbirtinga og 9 punda lax á Kolskegginn - Fréttir héðan og þaðan

Steinar Guðmundsson með 9 punda lax sem tók Kolskegginn með látum í Eldvatni. Og nokkrir sjóbirtingar höfðu list á honum að auki.

Steinar Guðmundsson með 9 punda lax sem tók Kolskegginn með látum í Eldvatni. Og nokkrir sjóbirtingar höfðu list á honum að auki.

,,Það má með sanni segja að flugurnar frá Krafla.is hafi svo sannarlega slegið í gegn í sumar, í það minnsta  hefur undirritaður tekið miklu ástfóstri við þær enda hafa þær sannað sig sem afar sterkar og gjöfular flugur," sagði Steinar Guðmundsson en hann hefur veitt vel á flugurnar frá okkur á Krafla.is í sumar.

Steinar fékk nokkra sjóbirtinga, staðbundinn urriða og 9 punda lax á dögunum er hann var við veiðar í Eldvatni austur undir Kirkjubæjarklaustri. ,,Viðureignin við laxinn var afar skemmtileg og takan var ekki síðri. Sannaðist þar einu sinni enn hve flugur Kristjáns Gíslasonar eru sterkar í sjóbirtingi.

Steinar Guðmundsson með vænan staðbundinn urriða sem tók Kolskegg flottúpu í Eldvatni.

Steinar Guðmundsson með vænan staðbundinn urriða sem tók Kolskegg flottúpu í Eldvatni.

Við höfðum spurnir af norskum veiðimönnum sem voru á dögunum við veiðar í Rangánum. Veiddu þeir vel í fyrra en komu við hjá okkur á Krafla.is fyrir túrinn skömmu áður en þeir lögðu í hann austur fyrir fjall. Er skemmst frá því að segja að Norðmennirnir veiddu fimm sinnum meira núna en í fyrra. Helmingur laxanna kom á spón en allir flugulaxarnir á Kröfluflugur af ýmsum stærðum og gerðum.

Í sumar höfum við heyrt hreint magnaðar sögur af flugum okkar frá veiðimönnum sem þær hafa reynt. Höfum við meðal annars verið að heyra svakalegar sögur af flottúpunum Kolskeggi, Skröggi og Iðu. Sumar þessar lýsingar eru alveg magnaðar og margir sem trúa þeim mátulega. Við getum sagt frá stjórnarmani í SVFR sem leit við hjá okkur á dögunum er hann var á leið í Norðurá. Hlustaði hann á sögur af Kolskeggi og var greinilegt að honum fannst alveg nóg um. Við hjá Krafla.is báðum veiðimanninn að hringja í okkur þegar sá fyrsti væri kominn á land. Nokkrum klukkutímum síðar hringdi stjórnarmaðurinn. Hann hafði þá sett Kolskegginn á og landað fiski á hann í Krossholunni við Laxfoss í Norðurá. Og að hans sögn var takan sú magnaðasta sem hann hafði upplifað á ferli sínum sem fluguveiðimaður. Já, stundum eiga svakalegar veiðisögur við rök að styðjast.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík