Krafla Eldur og Skröggurinn skiluðu stórum fiskum og mörgum í Húseyjarkvísl
This entry was posted on 1. September 2009
.Holl sem lauk veiðum í Húseyjarkvísl í Skagafirði á hádegi í gær náði 11 löxum og álíka mörgum sjóbirtingum þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Mikið rok og norðan kuldi gerðu veiðimönum lífið leitt en hér voru kunnigir menn í Mokveiðifélaginu á ferð
,,Ef við hefðum ekki verið mjög duglegir og með frábærar flugur meðferðis þá hefðum við ekki náð þessum fiskum. Við fengum þetta nánast allt á Kröflutúpur og síðan var Skröggurinn Long Wing að gefa mjög vel. Það er greinilegt að sú fluga gefur Kolskegg ekkert eftir," sagði Sævar Örn Hafsteinsson í samtali við Krafla.is
Nánari fréttir og myndir frá veiðitúrnum má sjá á www.veidimenn.com