Rosaleg veiði á Iðu flottúpuna í Húseyjarkvísl - 14 á land og 9 á Iðuna
This entry was posted on 13. July 2010
.,,Þetta var góður veiðitúr og við lentum í ævintýrum að vanda. Það var komið þó nokkuð af laxi í ána og við urðum vel varir," sagði Hörður Hafsteinsson í samtali við Krafla.is en á dögunum voru hann og félagar hans í Mokveiðifélaginu við veiðar í Húseyjarkvísl. Hollið fékk 14 laxa. 9 þeirra komu á Iðu long wing flottúpu, 3 á Kolskegg flottúpu, einn á gula Kröflu og einn tók Sunray Shadow.
,,Þetta voru flottir fiskar og meðalþyngdin mjög góð. Við misstum einnig marga fiska og þar á meðal mikið tröll sem tók stórfiskafluguna Skrögg sem long wing flottúpu. Mér fannst annars merkilegt hvað Iðan kom rosalega sterk út úr þessum veiðitúr. Við höfum ekki gefið henni alltof mikinn séns en hún kom rosalega sterk inn. Og tökurnar voru alveg ótrúlegar. Í eitt skiptið var græðgin svo mikil að laxinn kom upp úr ánni og tók Iðun á lofti. Bróðir minn stóð við hliðina á mér og við höfum aldrei séð annað eins. Stundum voru tökurnar svo svakalegar að það var ekki viðlit að losa Iðuna úr löxunum enda náðum við ekki til flugunnar," sagði Hörður.
Hér fylgja með nokkrar glæsilegar myndir frá Mokveiðifélaginu úr veiðitúrnum. Við viljum taka fram að Iðu flottúpuna, Kolskegg, Skrögg og aðrar flugur okkar á Krafla.is færð þú aðeins í fullum gæðum hjá okkur eða í Höfðabakka 3. Hugsanlega gætu verið til nokkur eintök í Ellingsen í Reykjavík. Við viljum vara fluguveiðimenn við lélegum eftirlíkingum af okkar flugum sem eru til sölu í veiðivöruverslunum. Til dæmis í Veiðibúðinni við lækinn í Hafnarfirði. Veiðimenn sem keyptu Kröflur í umræddri verslun höfðu samband við okkur og töldu flugurnar algjörlega ónýtar. Á þessum flugum berum við enga ábyrgð frekar en öðrum eftirlíkingum. Veiðimenn geta aðeins verið öryggir um 100% gæði ef þeir versla okkar flugur hjá okkur.