Monthly Archives: August 2010
-
Annað tröllið á Skrögg í sumar - 24 punda lax hjá Þorsteini
Þorsteinn Frímann Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og landaði 24 punda laxi á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal í gær. Laxinn tók stórlaxafluguna Skrögg frá okkur hér á Krafla.is í formi flottúpu. Þetta er annað tröllið sem fæst á Skrögginn í sumar en Elvar Örn Friðriksson veiddi 23 punda lax á Nessvæðinu á Skrögg fyrr í sumar.
Þorsteinn var við veiðar nýverið á Nessvæðinu ásamt þremur félögum sínum í Mokveiðifélaginu og voru þeir með tvær stengur í þrjá daga. Samtals fengu þeir 14 laxa og allir tóku laxarnir flugur frá Krafla.is Voru þeir félagar fengsælastir veiðimanna í hollinu og afar sáttir við túrinn. Þorsteinn veiddi 24 punda laxinn á einhendu og var frekar snöggur að landa tröllinu eða um 20 mínútur. Samkvæmt heimildum okkar vakti framganga þeira félaga nokkuð mikla athygli nyrðra. Mættu þeir til leiks vopnaðir einhendum og nánast eingöngu með flugur frá Krafla.is En allt gekk þetta svona ljómandi vel og þegar veiðitúrnum var lokið gáfu þeir félagar ákveðnum mönnum flugurnar sem höfðu kannski ekki haft mjög mikla trú á þeim í upphafi veiðiferðarinnar.
Laxarnir 14 tóku eftirtaldar flugur: Skröggur 4 laxar, Kolskeggur 3 laxar, Krafla rauð 2 laxar, Iða 3 laxar, Krafla gul 1 lax og Krafla orange 1 lax.
Sannast hér enn og aftur að flugurnar frá okkur á Krafla.is veiða afar vel ef þær eru reyndar og oft betur en aðrar flugur. Skilyrði er þó að flugurnar sé ættaðar frá okkur en ekki sé um lélegar og ljótar eftirlíkingar að ræða. Á þeim tökum við alls enga ábyrgð. Viljum við skora á fluguveiðimenn sem sjá flugur okkar í öðrum verslunum en hjá okkur að Höfðabakka 3 að spyrjast fyrir um uppruna flugnanna.
Myndirnar eru fengnar frá Mokveiðifélaginu.
-
Lentu í algjörri veislu í Blöndu: fengu 17 laxa á gárutúpuna Gassa og 3 á Kolskegg á einum degi
,,Þetta var algjör veisla. Við félagarnir fórum á 4. svæðið í Blöndu og fengum 31 lax á einum degi. 20 af þessum löxum tóku hitchtúpur eða gárutúpur. Ég var svo lánsamur að ég hafði komið við í Krafla.is í Höfðabkka 3 og fengið mér þar flugur og gárutúpur sem eru í algjörum sérflokki á markaðnum í dag að mínu mati. Á meðal þeirra flugna sem ég keypti var Gassi. Þetta er svolítið glannaleg gárutúpa en gaf okkur þessa roslegu veiði, 17 laxa á einum og sama deginum," sagði fluguveiðimaður í samtali við okkur hér á Krafla.is Því miður gleymdum við að taka niður nafn hans er hann kom til okkar að endurnýja flugubirgðirnar á dögunum en við bætum vonandi úr því síðar.
,,Það var ótrúlegt að sjá hvernig Gassi snarvirkaði. Og það er ekki lítið atriði hve góðar þessar flugur eru. Gárutúpurnar frá Krafla.is fljóta eins og korkur og ég fékk meira að segja einn laxinn á gárutúpuna þegar hún skautaði niður eftir ánni. Þetta var alveg ótrúlegur dagur og ég mun varla nota aðrar flugur í framtíðinni," sagði veiðimaðurinn og var vel sáttur. Hann og veiðifélagi hans fengu að auki 3 laxa á Kolskegg gárutúpu.
Við minnum fluguveiðimenn á verslun okkar að Höfðabkka 3 og netverslun okkar á Krafla.is Við erum alltaf með heitt á könnunni og nýjustu fréttirnar úr veiðinni.
-
Morgunstund við Laxá í Dölum: 11 laxar tóku bláu Grímuna í beit
,,Þetta var mjög skemmtileg morgunstund og líður mér seint úr minni. Ég var að leiðbeina veiðimönnum við veiðistaðinn Þegjanda hér í Laxá í Dölum. Við byrjuðum morguninn á því að setja á Iðu þríkrækju. Þrír laxar tóku fluguna og sýndu henni mikinn áhuga en þeir höfðu allir betur. Þá datt mér í hug að setja á taumendann bláa Grímu og þá varð allt vitlaust. Mínir menn lönduðu 11 löxum og hættu sælir og glaðir þrátt fyrir að nokkuð væri eftir af veiðitímanum," sagði Gunnar Örn Pétursson, leiðsögumaður við Laxá í Dölum í samtali við Krafla.is
Þrír dagar eru síðan að þetta gerðist. Síðan hefur rignt og framundan eru skemmtilegir tímar fyrir veiðimenn í Laxá. ,,Við hefðum eflaust getað veitt nokkra laxa til viðbótar á bláu Grímuna enda var töluverður tími eftir þegar við héldum í hvíldartímann," sagði Gunnar Örn. Hann sagði ennfrtemur að mikið væri af laxa á neðra svæði Laxár og óhemju mikla fiskgengd í ána þrátt fyrir lítið vatn en það er örugglega orðin breyting á því núna.
Gríma blá er til sölu hjá okkur í Höfðabakka 3 ásamt mesta úrvali landsins af íslenskum flugum og öllum öðrum vörum fyrir fluguveiðina og einnig í netversluninni Krafla.is Grímuna hannaði Kristján Gíslason 1966 og er þetta með elstu flugum Kristjáns. Gríman hefur lengi verið afar sterk fluga, bæði í lax- og silungsveiði og ættu veiðimenn ekki að láta hana vanta í boxið sitt. Gríman bláa er fáanleg sem þríkrækja, tvíkrækja og gárutúpa. Einnig er hægt að fá Grímuna rauða, gula og græna.
-
Friðþjófur missti tröll á gula Kröflu í Breiðdalsá
,,Þetta var skemmtilegur veiðitúr og Kröfluflugurnar voru að skila mér mjög góðri veiði. Ég setti í eina sex laxa en náði þremur á Kröflur í ýmsum litum," sagði Friðþjófur Eyjólfsson í samtali við okkur áKrafla.is en hann var við veiðar nýverið í Breiðdalsá.
,,Verst var þó að missa þann stærsta. Hann tók tommulanga gula Kröflu og var örugglega yfir 20 pundum. Það var snörp viðureign og skemmtileg á meðan á henni stóð," sagði Friðþjófur sem var mjög sáttur við Kröfluflugurnar.
Við heyrum stöðugt miklar aflafréttir af okkar flugum og eru þær að drepa fiska um allt land og mun víðar en áður. Flugur okkar eru hvarvetna í mjög mikilli sókn og hafa mjög margir fluguveiðimenn, sem heimsótt hafa okkur í verslun okkar að Höfðabakka 3, lýst yfir mikilli ánægju með gæði flugnanna.
4 Hlutir