Lentu í algjörri veislu í Blöndu: fengu 17 laxa á gárutúpuna Gassa og 3 á Kolskegg á einum degi
This entry was posted on 13. August 2010
.,,Þetta var algjör veisla. Við félagarnir fórum á 4. svæðið í Blöndu og fengum 31 lax á einum degi. 20 af þessum löxum tóku hitchtúpur eða gárutúpur. Ég var svo lánsamur að ég hafði komið við í Krafla.is í Höfðabkka 3 og fengið mér þar flugur og gárutúpur sem eru í algjörum sérflokki á markaðnum í dag að mínu mati. Á meðal þeirra flugna sem ég keypti var Gassi. Þetta er svolítið glannaleg gárutúpa en gaf okkur þessa roslegu veiði, 17 laxa á einum og sama deginum," sagði fluguveiðimaður í samtali við okkur hér á Krafla.is Því miður gleymdum við að taka niður nafn hans er hann kom til okkar að endurnýja flugubirgðirnar á dögunum en við bætum vonandi úr því síðar.
,,Það var ótrúlegt að sjá hvernig Gassi snarvirkaði. Og það er ekki lítið atriði hve góðar þessar flugur eru. Gárutúpurnar frá Krafla.is fljóta eins og korkur og ég fékk meira að segja einn laxinn á gárutúpuna þegar hún skautaði niður eftir ánni. Þetta var alveg ótrúlegur dagur og ég mun varla nota aðrar flugur í framtíðinni," sagði veiðimaðurinn og var vel sáttur. Hann og veiðifélagi hans fengu að auki 3 laxa á Kolskegg gárutúpu.
Við minnum fluguveiðimenn á verslun okkar að Höfðabkka 3 og netverslun okkar á Krafla.is Við erum alltaf með heitt á könnunni og nýjustu fréttirnar úr veiðinni.