Morgunstund við Laxá í Dölum: 11 laxar tóku bláu Grímuna í beit
This entry was posted on 13. August 2010
.,,Þetta var mjög skemmtileg morgunstund og líður mér seint úr minni. Ég var að leiðbeina veiðimönnum við veiðistaðinn Þegjanda hér í Laxá í Dölum. Við byrjuðum morguninn á því að setja á Iðu þríkrækju. Þrír laxar tóku fluguna og sýndu henni mikinn áhuga en þeir höfðu allir betur. Þá datt mér í hug að setja á taumendann bláa Grímu og þá varð allt vitlaust. Mínir menn lönduðu 11 löxum og hættu sælir og glaðir þrátt fyrir að nokkuð væri eftir af veiðitímanum," sagði Gunnar Örn Pétursson, leiðsögumaður við Laxá í Dölum í samtali við Krafla.is
Þrír dagar eru síðan að þetta gerðist. Síðan hefur rignt og framundan eru skemmtilegir tímar fyrir veiðimenn í Laxá. ,,Við hefðum eflaust getað veitt nokkra laxa til viðbótar á bláu Grímuna enda var töluverður tími eftir þegar við héldum í hvíldartímann," sagði Gunnar Örn. Hann sagði ennfrtemur að mikið væri af laxa á neðra svæði Laxár og óhemju mikla fiskgengd í ána þrátt fyrir lítið vatn en það er örugglega orðin breyting á því núna.
Gríma blá er til sölu hjá okkur í Höfðabakka 3 ásamt mesta úrvali landsins af íslenskum flugum og öllum öðrum vörum fyrir fluguveiðina og einnig í netversluninni Krafla.is Grímuna hannaði Kristján Gíslason 1966 og er þetta með elstu flugum Kristjáns. Gríman hefur lengi verið afar sterk fluga, bæði í lax- og silungsveiði og ættu veiðimenn ekki að láta hana vanta í boxið sitt. Gríman bláa er fáanleg sem þríkrækja, tvíkrækja og gárutúpa. Einnig er hægt að fá Grímuna rauða, gula og græna.