Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Frábærar flugur í sjóbirting - 15 punda birtingströll á Grýluna


Sævar Hafsteinsson með 83 cm 15 punda sjóbirtinginn sem tók tommulanga Grýlutúpu.

Sævar Hafsteinsson með 83 cm 15 punda sjóbirtinginn sem tók tommulanga Grýlutúpu.

,,Þetta er búið að vera mjög gott hjá okkur. Við höfum verið að prófa nokkrar flugur frá Krafla.is sem við höfum kannski ekki mikið notað áður og þær eru að þrælvirka svo ekki sé meira sagt. Við erum til dæmis búnir að fá nokkra mjög fallega sjóbirtinga á Grýluna sem við höfum ekki notað mikið til þessa og eins er Krókurinn að gefa. Stærsti sjóbirtingurinn er 15 pund, svakalega fallegur og mikill fiskur. Hann tók Grýluna sem er greinilega rosalega sterk í sjóbirtinginn ekki síður en laxinn," sagði Sævar Hafsterinsson í Mokveiðifélaginu en hann er núna við veiðar ásamt félögum sínum í Húseyjarkvísl í Skagafirði.

,,Það er eiginlega sama hvaða flugu við höfum reynt frá Krafla.is  Þær eru allar að virka. Við höfum verið að fá fiska á Kröflur, Kolskegg, Skrögg, Iðuna og Grýlu ásamt fleirum. Við erum mjög ánægðir með veiðina þrátt fyrir að það sé kalt og veiðitíminn sé farinn að styttast verulega," sagði Sævar.

Iðan hefur líka verið að gefa frábæra veiði. Félagarnir eru komnir með 5 laxa og minnsta kosti 4 af þeim tóku Iðu flottúpuna frá okkur á Krafla.is í Höfðabakka 3. Iðan hefur líka gefið frábæra veiði í sjóbirtingi. Af gefnu tilefni vörum við veiðimenn við lélegum eftirlíkingum sem eru til sölu í öðrum veiðibúðum og á þeim flugum tökum við enga ábyrgð. Ef veiðimenn hafa áhuga á sterkum og gjöfulum flugum frá okkur þá eru þær eingöngu til sölu á Krafla.is og í verslun okkar að Höfðabakka 3.

Grýlan í kjaftinum á tröllinu að löndun lokinni í gær.

Grýlan í kjaftinum á tröllinu að löndun lokinni í gær.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík