Margar nýjar flugur í sumar og miklar breytingar á veiðibúðinni Höfðabakka 3
This entry was posted on 25. March 2011
.Veiðimenn eru orðnir frekar óþolinmóðir enda vorlykt í lofti og fyrstu farfuglarnir þegar lentir á Íslandi. Við hjá Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3, höfum staðið í ströngu í vetur við að verða okkur út um góðar vörur fyrir sumarið og munum eftir sem áður stefna að því að gera sem allra best við okkar viðskiptavini, bæði hvað gæði og þjónustu varðar.
Hvað flugurnar varðar þá aukum við enn úrvalið og fluguborð okkar mun stækka um 33% á næstu dögum og var það að okkar mati mjög veglegt fyrir. Nýjar flugur eru væntanlegar og aðrar vinsælar flugur frá okkur í nýjum búningi. Viljum við geta þess sérstaklega að þær flugur okkar sem koma nýjar í verslun okkar fyrir sumarið hafa þegar verið reyndar í ám hér á landi af nokkrum hópi veiðimanna. Það gerðist síðasta sumar og var árangurinn vægast sagt magnaður. Við munum á næstunni segja frá þessum prófunum í máli og myndum og hvetjum við veiðimenn til að fylgjast með hér á Krafla.is
Við munum á næstunni greina frá nýungum okkar fyrir veiðisumarið. Á meðal þess sem við kynnum nýtt til sögunnar eru tvær nýjar flugur eftir Gylfa heitinn Kristjánsson. Báðar flugurnar hafa reynst frábærlega í silungsveiði og alls ekki síður en þær flugur sem við erum með í sölu eftir Gylfa í dag. Þær eru nokkuð frábrugðnar fyrri flugum Gylfa og reiknum við með að frumsýna þær hjá okkur fljótlega. Þá munum við fá margar nýjar útfærslur af ýmsum flugum eftir Kristján Gíslason og Stefán Kristjánsson og eina flugu alveg nýja sem gaf mönnum feiknagóða veiði hér á árum áður.
Þá erum við að vinna að ýmsum nýungum í flugumálum og er víst að þær eiga eftir að koma mörgum verulega á óvart.
Við erum að vinna að miklum breytingum á verslun okkar að Höfðabakka 3 og verður verslunin komin í endanlegt útlit fyrir laxveiðivertíðina. Við munum segja nánar frá þessu á næstu dögum.