Frábær veiði í Vatnamótum - fékk 7 af 10 á Kröfluflugur
This entry was posted on 5. April 2011
.
Georg Garðarsson með glæsilegan sjóbirting sem hann fékk á Krafla Eldur, tommulanga keilutúpu.
,,Þetta var hrikalega skemmtileg veiðiferð. Við fengum 52 fiska og ef veðrið hefði verið betra hefðum við fengið mun meira," sagði Georg Garðarsson en hann var ásamt félögum sínum í opnunarhollinu í Vatnamótum í Skaftafellssýslu.
,,Ég fékk 4 fiska á Ólsen Ólsen og 3 á aðrar flugur frá Kröflu. Það var mikið fjör þarna þegar veðrið var í lagi og um tíma vorum við fjórir með fiska á í einu. Við veiddum föstudaginn 1. apríl og til hádegis á laugardeginum. Margir fiskarnir voru vænir og birtingarnir mjög vel haldnir," sagði Georg ennfremur.

Ólsen Ólsen túpan á réttum stað í fallegum spikfeitum birtingi.

Það var fjör í opnun Vatnamótanna. Hér eru þrjár stangir bognar.