Monthly Archives: May 2011
-
Nýjar flugur eru mættar í 8 metra langt fluguborð - varist lélegar eftirlíkingar
Flestar flugur okkar eru komnar í hús fyrir komandi veiðivertíð en síðasta sendingin er í þann veginn að fara af stað til okkar. Við munum bæta töluvert við úrvalið hjá okkur í sumar og nú þegar eru komnar glæsilegar nýjar flugur í fluguborðið okkar í Kröfluversluninni Höfðabakka 3.
Þar ber fyrst að nefna Kolskegg long wing túpu með keilu í tveimur stærðum en sem slíkur hefur Kolskeggur aldrei verið til áður. Í Flottúpunum með langa vængnum er Skröggur einnig mættur með keilu og Iðan verður til með keilu líka. Við frumsýnum eina nýja flottúpu í sumar en í fluguborð okkar er komin flugan Úa sem Kristján Gíslason hannaði fyrir mörgum áratugum og reyndist frábærlega hér áður fyr í laxveiðinni.
Í þyngdum kopartúpum með keilu kynnum við til leiks margar flugur sem ekki hafa fengist í þeirri útgáfu áður. Þar nefnum við fyrst Kolskegg, Skrögg, Iðu og Elsu auk Elliða sem er þegar kominn í fluguborðið í þremur litum. Allar þessar flugur eru eða verða til í þremur stærðum, 1", 1/2" og 1/4".Þessar flugur hafa aldrei áður verið til í þessum útgáfum eða stærðum og þær eru þegar byrjaðar að freista fiska og við höfðum af þeim vægast sagt góðar fréttir í vorveiðinni. Allar þessar flugur voru í tilraunaveiði í fyrra og var árangurinn vægast sagt frábær. Við hjá veiðibúðinni Kröflu erum mjög ánægð með að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessar frábæru flugur í sumar.
Fleiri nýjar flugur má nefna. Við erum núna búin að setja í sölu silungafluguna Loðmund eftir Gylfa heitinn Kristjánsson. Fluguna hnýtti Gylfi fyrir all mörgum árum en hún var fyrst kynnt fyrir bleikjum í Loðmundarfirði með eftirminnilegum árangri. Loðmundur var í tilraunaveiði hjá okkur í fyrra og er afar skæð silungafluga. Einnig eru komnar nýjar þríkrækju flugur í fluguborðið okkar. Þar má nefna áðurnefnda Úu sem á örugglega eftir að reynast veiðimönnum vel í sumar.
Fluguborðið okkar er nú orðið 8 metra langt og er 75% stærra en það var í fyrra. Þeir sem séð hafa fullyrða að þetta sé glæsilegasta fluguborð landsins. Við skorum á áhugasama fluguveiðimenn að kíkja til okkar og skoða það sem í boði er. Einnig viljum við ítreka við fluguveiðimenn að varast lélegar eftirlíkingar af okkar flugum sem eru í sölu í flestum veiðiverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Kröfluflugur eins og þær eiga að vera eru aðeins til hjá okkur í Veiðibúðinni Krafla, Höfðabakka 3. Við höfum undir höndum hroðaleg eintök af flugum okkar sem keypt hafa verið í öðrum veiðiverslunum og eru þessar flugur þeim sem þær selja til ævarandi skammar. Svo ekki sé minnst á vanvirðinguna sem höfundum flugnanna er sýnd. Nánar um það fljótlega hér á Krafla.is
Við munum innan skamms birta myndir af nýju flugunum okkar sem eru í lokavinnslu og um leið setja flugurnar í sölu í netverslun okkar á Krafla.is Einnig fréttir af mjög athyglisverðum vörum sem eru að koma í sölu í verslun okkar að Höfðabkka 3. Það er því vissara fyrir áhugasma fluguveiðimenn að fylgjast vel með gangi mála hér á Krafla.is á næstunni og í allt sumar.
Einnig munum við um helgina og á allra næstu dögum birta mjög athyglisverðar fréttir af flugumálum og birta myndir úr verslun okkar að Höfðabakka 3 sem er óðum að taka á sig endanlega mynd.
-
Fimm á svarta Kröflu á klukkutíma í Steinsmýravötnum
Fjórir veiðifélagar voru við veiðar í Steinsmýravötnum um síðustu mánaðamót og gekk veiðin ágætlega miðað við aðstæður en kalt var ói veðri og vindasamt.
Alls fengu þeir félagar 24 fiska og var töluvert líf á veiðisvæðinu þessa daga. Langflestir fiskanna tóku spúninn en einn félaganna var með Kröfluflugur meðferðis og sannaðist enn einu sinni aflasæld þeirra. Á laugardeginum tóku 5 fallegir urriðar svarta Kröflu og í stuttu bréfi sem okkur var sent stóð eftirfarandi: ,,Flestir fiskanna komu á spún en ég fékk 5 fiska á laugardeginum þegar ég komst á veiðistað númer 9 o gat kastað undan vindi. Ég var búinn að prófa aðrar flugur en fiskurinn fór fyrst að taka þegar ég setti þessa svörtu Kröflu á sem ég fékk hjá þér. Þetta var mjög skemmtilegur tími."
Eftir því sem við komumst næst er veiði ágæt í Steinsmýravötnum.
-
Höfðingleg gjöf frá Steinari til Kröflu
Okkur hjá veiðibúðinni Kröflu barst á dögunum höfðingleg gjöf frá Steinari Petersen sem á og rekur heildverslunina Hellas.
Þannig háttar til að faðir Steinars, Gunnar Petersen, var góður veiðifélagi Kristjáns Gíslasonar Kröfluhönuðar með meiru og á dögunum kom Steinar færandi hendi til okkar í Kröflu. Hafði hann meðferðis forláta 13 feta Hardy flugustöng sem var lengi í eigu Gunnars Petersen.
Hér er um einkar glæsilegan forngrip að ræða og er hann á leið upp á vegg í versluninni Kröflu og þar geta veiðimenn barið þessa glæsilegu tvíhendi augum. Reikn má með að stöngin sé 50-60 ára gömul í það minnsta.
Við hjá Kröflu viljum þakka Steinari fyrir höfðinglega gjöf.
-
Mýslan sterk í Elliðavatni
,,Þetta var skemmtileg tilbreyting og frábært að geta komist út undir bert loft og kastað fyrir fiska," sagði veiðimaðurinn Grétar Þorgeirsson í samtali við Krafla.is en hann fór á dögunum til veiða í Elliðavatni ásamt sonum sínum þremur og fengu þeir feðgar fallegan afla.
Þeir feðgar urðu vel varir á kúluhausa og var Mýslan að gefa en við höfum einmitt heyrt af henni sögur úr vatninu nýverið. Einnig höfum við heyrt að Krókurinn og Beykir hfi verið að gefa mönnum ághæta veiði. Síðustu daga hafa aðstæður verið góðar til fluguveiði í Elliðavatni. Með hækkandi hitastigi vex magn af æti í vatninu hratt og oftast batnar veiðin verulega í kjölfarið.
Hlutur 1 til 4 af 5
- 1
- 2