Mýslan sterk í Elliðavatni
This entry was posted on 11. May 2011
.,,Þetta var skemmtileg tilbreyting og frábært að geta komist út undir bert loft og kastað fyrir fiska," sagði veiðimaðurinn Grétar Þorgeirsson í samtali við Krafla.is en hann fór á dögunum til veiða í Elliðavatni ásamt sonum sínum þremur og fengu þeir feðgar fallegan afla.
Þeir feðgar urðu vel varir á kúluhausa og var Mýslan að gefa en við höfum einmitt heyrt af henni sögur úr vatninu nýverið. Einnig höfum við heyrt að Krókurinn og Beykir hfi verið að gefa mönnum ághæta veiði. Síðustu daga hafa aðstæður verið góðar til fluguveiði í Elliðavatni. Með hækkandi hitastigi vex magn af æti í vatninu hratt og oftast batnar veiðin verulega í kjölfarið.