Höfðingleg gjöf frá Steinari til Kröflu
This entry was posted on 12. May 2011
.Okkur hjá veiðibúðinni Kröflu barst á dögunum höfðingleg gjöf frá Steinari Petersen sem á og rekur heildverslunina Hellas.
Þannig háttar til að faðir Steinars, Gunnar Petersen, var góður veiðifélagi Kristjáns Gíslasonar Kröfluhönuðar með meiru og á dögunum kom Steinar færandi hendi til okkar í Kröflu. Hafði hann meðferðis forláta 13 feta Hardy flugustöng sem var lengi í eigu Gunnars Petersen.
Hér er um einkar glæsilegan forngrip að ræða og er hann á leið upp á vegg í versluninni Kröflu og þar geta veiðimenn barið þessa glæsilegu tvíhendi augum. Reikn má með að stöngin sé 50-60 ára gömul í það minnsta.
Við hjá Kröflu viljum þakka Steinari fyrir höfðinglega gjöf.