Fimm á svarta Kröflu á klukkutíma í Steinsmýravötnum
This entry was posted on 13. May 2011
.Fjórir veiðifélagar voru við veiðar í Steinsmýravötnum um síðustu mánaðamót og gekk veiðin ágætlega miðað við aðstæður en kalt var ói veðri og vindasamt.
Alls fengu þeir félagar 24 fiska og var töluvert líf á veiðisvæðinu þessa daga. Langflestir fiskanna tóku spúninn en einn félaganna var með Kröfluflugur meðferðis og sannaðist enn einu sinni aflasæld þeirra. Á laugardeginum tóku 5 fallegir urriðar svarta Kröflu og í stuttu bréfi sem okkur var sent stóð eftirfarandi: ,,Flestir fiskanna komu á spún en ég fékk 5 fiska á laugardeginum þegar ég komst á veiðistað númer 9 o gat kastað undan vindi. Ég var búinn að prófa aðrar flugur en fiskurinn fór fyrst að taka þegar ég setti þessa svörtu Kröflu á sem ég fékk hjá þér. Þetta var mjög skemmtilegur tími."
Eftir því sem við komumst næst er veiði ágæt í Steinsmýravötnum.