ECHO stengurnar komnar og fá frábærar viðtökur - gæðastengur hannaðar af Tim Rajeff á frábærum verðum
This entry was posted on 5. June 2011
.Við í Veiðibúðinni Krafla höfum tryggt okkur umboðið fyrir bandarísku hágæða stengurnar ECHO. Eigandi ECHO og hönnuður er hinn heimsfrægi Tim Rajeff sem lengi starfaði hjá G.Loomish áður en hann eignaðist og tók við stjórninni hjá ECHO.
Fyrsta sending af ECHO stöngunum er komin í verslun okkar að Höfðabakka 3. Hafa stengurnar vakið mjög mikla athygli þeirra sem séð hafa og reynt. Verðið hefur einnig komið skemmtilega á óvart en veiðimenn og konur þurfa ekki að vera hátekjufólk til að geta eignast hágæða flugustöng frá ECHO. Stengurnar fást í lengdunum 6,6 - 15 fet og fyrir hinar ýmsu þyngdir á flugulínum. Þegar er farið að sjá á fyrstu sendingunni og er önnur sending væntanleg.
Tim Rajeff er mjög stórt nafn þegar hönnun flugustanga er annars vegar og hefur hann einnig hannað flugulínur, bæði fyrir ECHO og Airflo. Fyrsta sending okkar af ECHO flugulínum er væntanleg eftir nokkra daga og verða þær í boði á hreint frábærum verðum. ECHO hefur einnig hafið framleiðslu á fluguhjólum og fyrsta sending af hjólum er komin í verslun okkar. Það eru hjól fyrir einhendur og eru á verðum sem eru einstök miðað við gæði. Einnig eru í boði hjól á tvíhendur, mjög góð hjól á ótrúlegum verðum.
Við viljum hvetja fluguveiðimenn til að koma og skoða ECHO stengurnar hjá okkur í Höfðabakka 3. Bíltúr til okkar borgar sig.