14 punda sjóbirtingur negldi gulu Kröfluna
This entry was posted on 23. June 2011
.Veiðimenn lenda oft í óvæntum uppákomum í veiðinni og Logi Sveinsson er þar engin undantekning. Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní sl., var hann á ferð í Skagafirði og datt í hug að kíkja við í Húseyjarkvísl en félagar hans voru þar við veiðar.
Loga datt í hug að leita að nýgengnum laxi á svæðinu eins og öðrum veiðimönnum á þessum tíma en hann komst fljótlega að því að önnur fiskitegund var enn á sveimi í ánni. Skipti engum togum að 14 punda sjóbirtingur negldi gula Kröflu sem Logi var með á taumendanum og var takan mikil árás. Rauk fiskurinn langt niður á unduirlínu og var viðureignin hin skemmtilegasta.