Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Fengu 163 fiska á Arnarvatnsheiðinni

Spikfeitur urriði sem tók Randalín á Arnarvatnsheiðinni á þjóðhátíðardaginn.

Spikfeitur urriði sem tók Randalín á Arnarvatnsheiðinni á þjóðhátíðardaginn.

Fyrstu veiðimenn sumarsins sem lögðu leið sína inn á Arnarvatnsheiði fengu frekar óblíðar móttökur. Fyrir lá eftir samtöl við Snorra á Augastöðum að ekki hefur verið meiri snjór á heiðinni síðan árið 1979. Norðan rembingur og skítakuldi löguðu ekki útlitið en þrátt fyrir það snéri harðsnúið lið veiðimanna úr Reykjavík sér að veiðiskapnum skömmu eftir komuna á heiðina.

Fyrri daginn, 16. júní, var mjög kalt og þá fengust aðeins um 20 fiskar sem er ekki mikil dagsveiði þegar Arnatvatnsheiðin er annars vegar. Um nóttina og þegar leið að morgni þjóðhátíðardagsins hlýnaði um nokkrar gráður og ekki stóð á breytingum. Fyrr en varði fór fiskur að taka um allt, vænn og flottur urriði og virtist vera mjög mikið af fiski hvar sem reynt var. Þegar upp var staðið reyndist dagsaflinn vera um 140 fiskar og heildaraflinn alls 163 fiskar. Mikill hluti fiskanna tók laxafluguna Randalín í túpuformi og var urriðinn hreinlega brjálaður í fluguna. Skipti þá engu hvort henni var kastað frá landi eða þegar veiðimenn veiddu úr bátum. Krókurinn og Beygla gáfu einnig ágæta veiði að venju. Þetta eru Kröfluflugur og fást einungis í netverslun okkar og Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3.

Kristján Jóhannesson með stærsta fiskinn sem veiddist í túrnum. Fiskurinn var á fimmta pund og tók Kröflufluguna Randalín 1" túpu..

Kristján Jóhannesson með stærsta fiskinn sem veiddist í túrnum. Fiskurinn var á fimmta pund og tók Kröflufluguna Randalín 1" túpu..

Hluti aflans en alls fékk hópurinn 163 fiska á Arnarvatnsheiðinni 16. og 17. júní sl.

Hluti aflans en alls fékk hópurinn 163 fiska á Arnarvatnsheiðinni 16. og 17. júní sl.

Fallegir spikfeitir urriðar.

Fallegir spikfeitir urriðar sem tóku Kröfluflugurnar Elsu, gula Kröflu og Ólsen Ólsen og svo Hólmfríði.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík