Rosaleg veiði á Beygluna í Veiðivötnum
This entry was posted on 23. June 2011
.,,Það var alveg rosalegt að lenda í þessu. Flugan mátti bara ekki snerta vatnið. Þá var hún tekin með miklum látum. Við fengum alls 63 stóra urriða og 36 þeirra tóku Kröflufluguna Beyglu," sagði Ágúst Bjarnason í samtali við Krafla.is en hann var að koma úr Veiðivötnum ásamt félögum sínum. ,,Við fengum líka fiska á Krókinn, bæði þennan hefðbundna Krók og ólívulitinn. Þetta var allt rosalega flottur fiskur og alveg upp í 9 pund," sagði Ágúst ennfremur. Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar sem við höfum af silungaflugunni Beyglu. Flugan er afar sterk og ,,svínvirkar" í urriða- og bleikjuveiði eins og reyndar allar okkar silungaflugur. Beyglan, eins og aðrar silungaflugur Gylfa heitins Kristjánssonar, fæst aðeins í netverslun okkar á Krafla.is og í Veiðibúðinni Krafla Höfðabakka 3.