4 laxar komnir á Skrögginn í Húseyjarkvísl
This entry was posted on 29. June 2011
.
Félagar í Mokveiðifélaginu eru við veiðar í Húseyjarkvísl þessa stundina og fram til hádegis á föstudag. Í gærkvöldi voru þeir komnir með fjóra væna laxa þrátt fyrir mikinn kulda, 5 stiga hita og norðannepju. Allir fiskarnir, 10 til 17 pund tóku Skrögg keilutúpu en hún fæst einungis hjá okkur á Krafla.is og í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabkka 3.
Opnunarhollið í Húseyjarkvísl fékk 5 laxa en hollið sem nú er við veiðar í ánni er holl númer tvö. ,,Þetta hefur verið mjög erfitt vegna kulda og norðannepjunnar. Við eru komnir með 4 væna laxa og svo misstum við einn. Það er eitthvað hrafl af fiski í ánni og hann er eitthvað að ganga. Það er mjög gott vatn í ánni og aðstæður allar þær bestu ef kuldinn er undanskilinn," sagði Hörður Birgir Hafsteinsson í samtali við Krafla.is fyrir stundu.
Hörður Birgir var þá staddur neðan við Varmahlíð á silungasvæðinu en þar fengust tveir laxanna í gær. Þorsteinn Frímnn Gunnlaugsson fékk stærsta fiskinn sem kominn er á land, í það minnsta 17 punda fisk sem var 92 cm langur og lúsugur hængur.