Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Monthly Archives: June 2011

  • Rosaleg veiði á Beygluna í Veiðivötnum

    Ágúst Bjarnason með rosalega urriða sem allir tóku Beygluna og Krókinn í Veiðivötnum á dögunum.

    Ágúst Bjarnason með rosalega urriða sem allir tóku Beygluna og Krókinn í Veiðivötnum á dögunum.

    ,,Það var alveg rosalegt að lenda í þessu. Flugan mátti bara ekki snerta vatnið. Þá var hún tekin með miklum látum. Við fengum alls 63 stóra urriða og 36 þeirra tóku Kröflufluguna Beyglu," sagði Ágúst Bjarnason í samtali við Krafla.is en hann var að koma úr Veiðivötnum ásamt félögum sínum. ,,Við fengum líka fiska á Krókinn, bæði þennan hefðbundna Krók og ólívulitinn. Þetta var allt rosalega flottur fiskur og alveg upp í 9 pund," sagði Ágúst ennfremur. Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar sem við höfum af silungaflugunni Beyglu. Flugan er afar sterk og ,,svínvirkar" í urriða- og bleikjuveiði eins og reyndar allar okkar silungaflugur. Beyglan, eins og aðrar silungaflugur Gylfa heitins Kristjánssonar, fæst aðeins í netverslun okkar á Krafla.is og í Veiðibúðinni Krafla Höfðabakka 3.

    Aðgerðarborðið var þéttskipað enda urriðarnir vel vænir sem tóku Beygluna með miklum látum.

    Aðgerðarborðið var þéttskipað enda urriðarnir vel vænir sem tóku Beygluna með miklum látum.

    Sigurður Þ. Sigurðsson með glæsilega urriða sem tóku Beygluna.

    Sigurður Þ. Sigurðsson með glæsilega urriða sem tóku Beygluna.

  • Fengu 163 fiska á Arnarvatnsheiðinni

    Spikfeitur urriði sem tók Randalín á Arnarvatnsheiðinni á þjóðhátíðardaginn.

    Spikfeitur urriði sem tók Randalín á Arnarvatnsheiðinni á þjóðhátíðardaginn.

    Fyrstu veiðimenn sumarsins sem lögðu leið sína inn á Arnarvatnsheiði fengu frekar óblíðar móttökur. Fyrir lá eftir samtöl við Snorra á Augastöðum að ekki hefur verið meiri snjór á heiðinni síðan árið 1979. Norðan rembingur og skítakuldi löguðu ekki útlitið en þrátt fyrir það snéri harðsnúið lið veiðimanna úr Reykjavík sér að veiðiskapnum skömmu eftir komuna á heiðina.

    Fyrri daginn, 16. júní, var mjög kalt og þá fengust aðeins um 20 fiskar sem er ekki mikil dagsveiði þegar Arnatvatnsheiðin er annars vegar. Um nóttina og þegar leið að morgni þjóðhátíðardagsins hlýnaði um nokkrar gráður og ekki stóð á breytingum. Fyrr en varði fór fiskur að taka um allt, vænn og flottur urriði og virtist vera mjög mikið af fiski hvar sem reynt var. Þegar upp var staðið reyndist dagsaflinn vera um 140 fiskar og heildaraflinn alls 163 fiskar. Mikill hluti fiskanna tók laxafluguna Randalín í túpuformi og var urriðinn hreinlega brjálaður í fluguna. Skipti þá engu hvort henni var kastað frá landi eða þegar veiðimenn veiddu úr bátum. Krókurinn og Beygla gáfu einnig ágæta veiði að venju. Þetta eru Kröfluflugur og fást einungis í netverslun okkar og Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3.

    Kristján Jóhannesson með stærsta fiskinn sem veiddist í túrnum. Fiskurinn var á fimmta pund og tók Kröflufluguna Randalín 1" túpu..

    Kristján Jóhannesson með stærsta fiskinn sem veiddist í túrnum. Fiskurinn var á fimmta pund og tók Kröflufluguna Randalín 1" túpu..

    Hluti aflans en alls fékk hópurinn 163 fiska á Arnarvatnsheiðinni 16. og 17. júní sl.

    Hluti aflans en alls fékk hópurinn 163 fiska á Arnarvatnsheiðinni 16. og 17. júní sl.

    Fallegir spikfeitir urriðar.

    Fallegir spikfeitir urriðar sem tóku Kröfluflugurnar Elsu, gula Kröflu og Ólsen Ólsen og svo Hólmfríði.

  • 14 punda sjóbirtingur negldi gulu Kröfluna

    Logi Sveinsson með 14 punda sjóbirtinginn sem tók gulu Kröfluna með miklum látum.

    Logi Sveinsson með 14 punda sjóbirtinginn sem tók gulu Kröfluna með miklum látum.

    Veiðimenn lenda oft í óvæntum uppákomum í veiðinni og Logi Sveinsson er þar engin undantekning. Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní sl., var hann á ferð í Skagafirði og datt í hug að kíkja við í Húseyjarkvísl en félagar hans voru þar við veiðar.

    Loga datt í hug að leita að nýgengnum laxi á svæðinu eins og öðrum veiðimönnum á þessum tíma en hann komst fljótlega að því að önnur fiskitegund var enn á sveimi í ánni. Skipti engum togum að 14 punda sjóbirtingur negldi gula Kröflu sem Logi var með á taumendanum og var takan mikil árás. Rauk fiskurinn langt niður á unduirlínu og var viðureignin hin skemmtilegasta.

  • Sáu 3 laxa í opnun Flóku og þeir tóku allir Kolskegg

    Steinar Páll Veigarsson með fyrsta laxinn úr Flóku í sumar. Laxinn tók Kolskegg á Pokabreiðpunni.

    Steinar Páll Veigarsson með fyrsta laxinn úr Flóku í sumar. Laxinn tók Kolskegg á Pokabreiðpunni.

    Flóka í Borgarfirði var opnuð sl. laugardag og var afraksturinn einn lax eftir að veiðimenn höfðu staðið fyrstu tvær vaktirnar en áin var opnuð klukkan fjögur á, laugardag.

    Guðjón Gunnar Ögmundsson veiddi fyrsta laxinn í Flóku þetta sumarið á Pokabreiðunni og tók fiskurinn Kolskegg, þunga 1/4" túpu með keilu. ,,Ég var búinn að sjá fiskinn en hann lá ofarlega á Pokabreiðunni. Strax þegar Kolskeggurinn kom til hans þreif hann fluguna með miklum látum og þetta var skemmtileg barátta við nýgenginn smálax," sagði Guðjón í samtali við Krafla.is í kvöld.

    Skömmu síðar sást annar fiskur á svipuðum slóðum. Kristín Guðjónsdóttir kastaði þá Kolskegg á fiskinn sem réðst á Kolskegginn með miklum tilþrifum. Þetta var tveggja ára fiskur sem hafði betur eftir nokkra baráttu.

    Hann er á hjá Guðjóni á Pokabreiðunni.

    Hann er á hjá Guðjóni Gunnari á Pokabreiðunni.

    Að morgni sunnudags setti Guðjón Gunnar síðan í lax í Hjálmsfossi á Kolskegg en hann slapp eftir snarpa baráttu. Laxinn tók einnig Kolskegg. ,,Við sáum þrjá laxa þessa tvo hálfu daga og þeir tóku allir Kolskegginn. Þetta er gersamlega eitruð fluga," sagði Guðjón Gunnar.

    Ekki urðu veiðimenn varir við mikið af fiski í Flóku í gær en einn og einn fiskur er greinilega genginn í ána. Getur varla verið að margir dagar líði þar til kröftugar göngur gera vart við sig. Þeir sem opnuðu Flókuna í gær sögðust hafa orðið varir við fisk í Brúarhyl auk þess að sjá fiska á Pokabreiðunni en ekki sást til fiska á hefðbundnum gjöfulum stöðum snemmsumars eins og Hundsfossi og Rang.

    Fyrsti laxinn úr Flóku. Fyrsta veiðidaginn sáust 3 laxar í Flóku og þeir tóku allir Kolskegg.

    Fyrsti laxinn úr Flóku. Fyrsta veiðidaginn sáust 3 laxar í Flóku og þeir tóku allir Kolskegg.

Hlutur 5 til 8 af 12

Síða:
  1. 1
  2. 2
  3. 3
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík