Monthly Archives: July 2011
-
Kjartan fékk Maríulaxinn á gulu Kröfluna
Veiði er örlítið að glæðast í Húseyjarkvísl og hefur orðið vart við aukna göngu fiska í ána. Í gær hóf nýtt holl veiðar í ánni og komu tveir laxar á land á fyrstu vaktinni í gær. Þar af var annar fiksurinn mjög fallegur 86 cm 12 punda lax sem Kjartan Gylfason veiddi á gula Kröflu.
Í morgun var leiðindaveður í Skagafirði og hamlaði mikið rok veiðunum. Um miðjan dag í dag hafði vind lægt verulega og veiðimenn voru bjartsýnir á framhaldið.
Mikil veiði hefur verið í Selá í Vopnafirði og hafa Kröfluflugur verið að gefa góða veiði þar eystra. Þar eru veiðimenn einnig að ná í Maríulaxa eins og sjá má á mynd með þessari frétt.
-
Rosaleg ganga í Sogið og góð veiði á Selfossi
,,Þetta var rosaleg taka og ég hef aldrei áður séð magnaðri töku hjá laxi. Hann kom upp og sótti Kolskegginn með þvílíkum látum og hreinsaði sig síðan i beinu framhaldi. Þetta var hrikaleg sjón sem ég mun aldrei gleyma enda var laxinn mjög stór," sagði Þórir Traudstason en hann var ásamt félögum sínum við veiðar í Soginu um liðna helgi á Alviðru svæðinu.
Það var rosaleg ganga í Sogið þessa helgi og fiskur alls staðar. Þórir setti í þennan risafisk á Öldunni við brúna við Þrastarlund og við tók rosaleg barátta í 20 mínútur en þá sleit laxinn. ,,Það er erfitt að segja til um hve stór þessi fiskur var en hann var örugglega um meterinn," sagði Þórir.
Þeir félagarnir settu í um 30 laxa þessa helgi en takan var afar grönn og misstu þeir mjög marga. Aðeins náðu þeir 8 löxum á land. Allir komu laxarnir á Kröfluflugur en flestir tóku Skrögg. Sogið er því dottið í gírinn og verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála þar á næstunni.
Mikil veiði hefur verið undanfarna daga í Ölfusá við Selfoss. Ljóst er að mikil ganga kom í ána um liðna helgi og víst að veiðimenn á veiðisvæðum á vatnasvæði Hvítár hugsa sér gott til glóðarinnar. Við flytjum ykkur nýjar fréttir af svæðinu ásamt myndum eftir verslunarmannahelgina.
-
Tveir fyrstu laxar sumarsins í Þrastarlundi tóku báðir Kolskegg í gær
Tveir fyrstu laxar sumarsins veiddust í gær á svæðinu við Þrastarlund í Soginu. Ekki var sjáanlegur mikill lax í Þrastarlundi í gær en báðir laxarnir komu á land um morguninn.
,,Aðstæður til veiða voru frekar erfiðar, mikil birta og nánast stafalogn. Ég ákvað að byrja með Kolskegg og það var strax í þriðja kasti sem hann var tekinn af miklum áhuga. Reyndar var áhuginn svo mikill að Kolskeggurinn var magagleyptur," sagði Guðjón Gunnar Ögmundsson í gær.
Félagi hans fór með Kolskegginn skömmu síðar og eftir nokkur köst kom lax með miklum látum af fimm metra færi og negldi Kolskegginn með miklum látum. Laxarnir voru báðir grálúsugir, 6 og 7 pund. Skömmu eftir að sá síðari var kominn á land sást lax stökkva í Kúagilinu.
Við minnum veiðimenn á að Kolskeggur og aðrar Kröfluflugur eins og þær eiga að vera fást einungis í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3. Við vörum veiðimenn við lélegum eftirlíkingum sem eru til sölu á einhverjum stöðum og oftar en ekki undir fölskum nöfnum.
-
Kröfluflugur gefa góða veiði í Selá - 6 af 12 í Hítará í gær á Kröfluflugur
Við höfum frétt af mörgum veiðimönnum sem hafa fengið fallega og góða veiði á Kröfluflugur undanfarna daga. Mikil laxgengd er þessa dagana í Selá í Vopnafirði og þar voru veiðimenn að setja í fallega laxa á Kröfluflugur.
Við fréttum til að mynda af konu frá Ítalíu sem veiddi 4 laxa á Kolskegg í gær og missti tvo á Iðu. Annar veiðimaður, Lou Maroun frá Bandaríkjunum, veiddi einnig vel og fékk meðal annars glæsilegan tveggja ára fisk á Grænfriðung og var sá fiskur í kringum 90 cm langur. Maroun veiddi fiskinn í Fossinum. Þá fréttum við af veiðimanni sem fékk Maríulaxinn sinn á Kolskegg á dögunum og var laxinn 80 cm langur.
Aðeins er að lifna yfir veiðini í Hítará en ennþá vantar þó alvöru göngur í ána. Hollið sem var að veiðum í gær veiddi 12 laxa og kom helmingur þeirra á Kröfluflugur. Laxarnir sex tóku Kröflu Eld, rauða Kröflu, gula Kröflu, Skrögg, Iðu og Kolskegg. Að auki misstu veiðimenn marga fiska en tökur voru fremur grannar í gær.
Við minnum veiðimenn á að Kröfluflugurnar fást aðeins í Veiðibúðinni Krafla Höfðabakka 1.