,,Þessi fluga er ekki hægt" - 11 af 14 á Kolskegg í Miðfjarðará
This entry was posted on 15. July 2011
.Okkur berast stöðugt magnaðar fréttir af Kröfluflugunni Kolskeggi sem hefur verið að gera það gott í veiðinni það sem af er sumri. Til okkar kemur mikill fjöldi veiðimanna í Veiðibúðina Kröflu og segir farir sínar ekki sléttar þegar Kröfluflugurnar eru annars vegar.
Félagar í veiðifélaginu Óðfluga voru nýverið við veiðar í Miðfjarðará fyrir austan. ,,Þetta var frábær veiðitúr. Við náðum 14 löxum á land en þegar við komum var áin mjög vatnsmikil og erfið viðureignar. Þetta batnaði fljótt og við urðum fljótlega vel varir. Alls náðum við 14 löxum á land. 11 þeirra tóku Kolskegg en 3 Sunray Shadow. Kolskeggurinn var ótrúlegur og þessi fluga er hreinlega ekki hægt. Það var með hreinum ólíkindum að sjá hvernig laxinn rauk á Kolskegginn og þetta er fluga númer eitt hjá okkur í dag," sagði Róbert Rúnarsson í samtali við Krafla.is þegar þeir félagar voru ,,komnir til byggða."
,,Ég hef aldrei áður séð öflugri flugu. Við vorum að fara yfir með öðrum flugum líka en alltaf þegar kom að Kolskeggi þá tók laxinn. Þetta var engin tilviljun og það var alls ekki sama hvaða fluga var í vatninu. Það varð að vera Kolskeggur til að eitthvað gerðist," sagði Róbert ennfremur en þeir félagar misstu mjög marga laxa á Kolskegginn í túrnum. ,,Við vorum að veiða á allar útgáfur af Kolskeggnum, vorum með léttar túpur og þungar og allar stærðir," sagði Róbert
Við viljum ítreka að Kolskeggur fæst einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3. Ennfremur viljum við láta veiðimenn vita af lélegum eftirlíkingum sem eru til sölu í öðrum veiðibúðum. ,,Það skiptir auðvitað máli hvaðan flugurnar eru. Við kaupum okkar flugur í Veiðibúðinni Kröflu og þær hafa reynst okkur frábærlega vel, eru sterkar og mjög veiðnar," sagði Róbert Rúnarsson.