Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

,,Ég hef aldrei séð meiri vilja hjá laxi að taka flugu"

Verið að landa laxinum væna sem tók Kolskegg í veiðistaðnum Bálk í Hrútafjarðará á dögunum.

Verið að landa laxinum væna sem tók Kolskegg í veiðistaðnum Bálk í Hrútafjarðará á dögunum. Mynd fengin á strengir.is

Kolskeggur, eins og hann er seldur hjá Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3, er tvímælalaust að verða ein sterkasta laxveiðiflugan á markaðnum. Eru viðmælendur okkar jafnvel farnir að taka svo djúpt í árinni að fullyrða að ekkert vit sé í því fyrir veiðimenn að fara í veiðitúr án þess að hafa nokkur afbrigði af Kolskegg meðferðis.

Kolskeggur, sem hannaður var árið 1970 af Stefáni Kristjánssyni, er mjög einföld fluga og ákveðnar aðstæður við hönnun flugunnar ollu því að svo varð að vera. Sannast enn að einfaldir og fallegir hlutir virka best. Eitthvað, sem ekki hefur enn verið útskýrt að fullu, gerir það að verkum að Kolskeggur ergir og hvetur laxinn og framkallar hjá honum meiri grimmd en hann sýnir mörgum öðrum flugum. Hér og að þessu sinni nefnum við tvö nýleg dæmi um það hve brjálaður laxinn verður í návist Kolskeggs.

Og hér er Ómar Ómarsson búinn að landa hrygnunni fallegu sem var 90 cm löng.

Og hér er Ómar Ómarsson búinn að landa hrygnunni fallegu sem var 90 cm löng. Mynd fengin af strengir.is

Veiðimaður sem nýverið var við veiðar í Hrútafjarðará á dögunum sagði okkur veiðisögu. ,,Við vorum ekki búnir að fá neitt. Það var ekki mjög mikið af fiski í ánni og enginn var að fá neitt. Menn voru búnir að kasta öllum fluguboxunum og ekkert gerðist. Þá datt mér í hug að setja á létta Koskegg túpu sem ég hafði keypt mért í Veiðibúðinni Kröflu fyrir túrinn. Strax í öðru kasti varð ég var við fisk. Og í næsta kasti á eftir var hann á. Þvílíkur áhugi og grimmd í tökunni. Ég landaði laxinum og var alsæll. Félagi minn er meira fyrir maðkveiði en fluguveiði. Hann hafði ekki fengið neitt. Ég bað hann um að taka stöngina mína sem og hann gerði. Og viti menn. Annar lax þreif Kolskegginn með miklum látum og honum var líka landað. Þarna tókum við félagarnir tvo laxa í sama hylnum á stuttum tíma," sagði veiðimaðurinn. Enn og aftur sannast að Kolskeggur gerir ekki mikinn usla í hyljum þar sem hann er notaður og er alls ekki, frekar en aðrar flottúpur okkar, það sprengiefni sem til dæmis Sunray er í hyljunum.

Kolskeggur er að margra mati ein allra sterkasta flugan á Íslandi í dag. Einföld hönnun árið 1970 og eitthvað er það í fasi flugunnar sem raskar ró laxins svo um munar.

Kolskeggur er að margra mati ein allra sterkasta flugan á Íslandi í dag. Einföld hönnun árið 1970 og eitthvað er það í fasi flugunnar sem raskar ró laxins svo um munar.

Hér er annað dæmi um ótrúlegan áhuga hjá laxi á Kolskeggi. Sviðið var Hólshylur í ofanverðum Norðurárdal fyrir tveimur vikum. Þegar veiðimenn sem hér voru í aðalhlutverki voru á ferð við Hólshyl hafði ekki enn veiðst lax á ofanverðum dalnum. Veiðimaður var með leiðsögumanninum Grétari Þorgeirssyni. Eftir ágætt kast sýndi lax Kolskeggnum strax áhuga. Í öðru kasti var strax ráðist á Kolskegginn en laxinn hitti ekki fluguna. Sekúndum síðar var gerð önnur árás en enn hitti laxinn ekki fluguna. Þriðja árásin mistókst einnig. Þá sagði leiðsögumaðurinn veiðimanninum að hætta að draga Kolskegginn að sér. ,,Láttu hann bara liggja, hann kemur í hana." Sekúndu síðar skilaði fjórða árásin í einu og sama rennslinu árangri þegar 5 punda hrygnan straujaði Kolskegginn rétt rúmri stangarlengd frá veiðimanninum og var landað skömmu síðar. ,,Þetta var hreint ótrúleg sjón og án nokkurs vafa er þetta mesti vilji sem ég hef séð hjá laxi að taka flugu á mínum ferli sem veiðimaður og hef ég nú orðið vitni að hinu og þessu," sagði Grétar Þorgeirsson í samtali við Krafla.is

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík