Mjög góð veiði í Langá á Kröfluflugurnar
This entry was posted on 16. July 2011
.,,Það hefur verið heldur rólegt yfir Langá undanfarna daga en hollið sem ég var í fékk nálægt 25 löxum. Það verður að teljast viðunandi miðað við laxamagnið sem var í ánni. Af þessum löxum sem hollið fékk voru 20 á Kröfluflugur og flestir fiskarnir komu á Kolskegg," sagði leiðsögumaður við Langá í samtali við Krafla.is
Flugurnar okkar eru að gera það gott og Langá ein af mörgum þar sem fréttir berast af góðri veiði á okkar flugur. Veiði er mun lakari í Langá núna miðað við sama tíma undanfarin ár eins og í mörgum ám. Nýjar fréttir frá Norðurá gefa þó fyrirheit um að betri tímar séu í vændum og veiðimenn við Langá eiga örugglega eftir að lenda í mörgum ævintýrum í sumar.
Við minnum á að Kolskegg í mörgum útfærslum fá veiðimenn aðeins í Veiðibúðinni Krafla í Höfðabakka 3.