Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

,,Og eftir stóð ég nötrandi, en þvílík sjón" - veiðisögur úr Norðurá og Straumum

Jóhann Gunnar Arnarsson með 82 cm lax sem tók bláa Kröflu á dögunum í Straumunum.

Jóhann Gunnar Arnarsson með 82 cm lax sem tók bláa Kröflu á dögunum í Straumunum.

Einn fjölmargra veiðimanna sem reynt hefur Kröfluflugur í sumar er Hörður Vilberg, mikill fluguveiðimaður og stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Hörður hefur í sumar fengið að reyna að Kröfluflugurnar vekja áhuga laxa hvar sem þær fara. Iða, Kolskeggur og blá Krafla hafa komið við sögu hjá honum og veiðifélaga hans það sem af er sumri eins og lesa má um hér.

,,Ég var í opnunarhollinu í Norðurá og náði þar að espa fisk upp á Stokkhylsbrotinu til að elta Kolskegg.  Ég var á leið heim að kvöldi, hálfnaður upp himnastigann frá hylnum, þegar ég ákvað að doka við og horfa yfir veiðistaðinn. Þá sá ég lax stökkva og ákvað að  hlaupa niður aftur og reyna Kolskegg á flotlínu þó svo að lofthitinn væri að detta niður í þrjár gráður, sólin að setjast og vatnshitinn væri á svipuðum slóðum. Í öðru kasti kom lax á eftir flugunni í þrígang, þvílíkur öldugangur! Hann rétt glefsaði í fluguna í þriðja skiptið og eftir stóð ég nötrandi en þvílík sjón. Þetta er mér afar minnisstætt," segir Hörður.

Hann átti síðan leið í Straumana á dögunum og sá þá að 2 af fyrstu 8 löxunum í Straumunum höfðu komið á Iðu. ,,Ég reyndi hana efst í Straumunum, hálf-tommu keilu, og hún var ekki búin að vera lengi útí þegar ég sett í stærðar lax. Ég tosaðist á við hann í 10 mínútur. En hann tók grannt og eftir þrjár rokur lak hann af. Stuttu áður hafði félagi minn Jóhann Gunnar Arnarsson sett í og landað á sama stað  82 cm laxi á Bláa Kröflu. Fiskinum var að sjálfsögðu sleppt en tökustaðinn var út af svokölluðum Silungagarði," sagði Hörður Vilberg og var ánægður með frammistöðu Kröfluflugnanna. ,,Ég á eftir að reyna Kröfluflugurnar betur í sumar og ég er þess full viss að næsta fiski sem fellur fyrir þeim verður landað," sagði Hörður.

Jóhann Gunnar Arnarsson togast á við laxinn í Straumunum. Laxinn tók bláa Kröflu en hún hefur oft reynst veiðimönnum vel sem hana reyna.

Jóhann Gunnar Arnarsson togast á við laxinn í Straumunum. Laxinn tók bláa Kröflu en hún hefur oft reynst veiðimönnum vel sem hana reyna.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík