Kröfluflugur gefa góða veiði í Selá - 6 af 12 í Hítará í gær á Kröfluflugur
This entry was posted on 20. July 2011
.Við höfum frétt af mörgum veiðimönnum sem hafa fengið fallega og góða veiði á Kröfluflugur undanfarna daga. Mikil laxgengd er þessa dagana í Selá í Vopnafirði og þar voru veiðimenn að setja í fallega laxa á Kröfluflugur.
Við fréttum til að mynda af konu frá Ítalíu sem veiddi 4 laxa á Kolskegg í gær og missti tvo á Iðu. Annar veiðimaður, Lou Maroun frá Bandaríkjunum, veiddi einnig vel og fékk meðal annars glæsilegan tveggja ára fisk á Grænfriðung og var sá fiskur í kringum 90 cm langur. Maroun veiddi fiskinn í Fossinum. Þá fréttum við af veiðimanni sem fékk Maríulaxinn sinn á Kolskegg á dögunum og var laxinn 80 cm langur.
Aðeins er að lifna yfir veiðini í Hítará en ennþá vantar þó alvöru göngur í ána. Hollið sem var að veiðum í gær veiddi 12 laxa og kom helmingur þeirra á Kröfluflugur. Laxarnir sex tóku Kröflu Eld, rauða Kröflu, gula Kröflu, Skrögg, Iðu og Kolskegg. Að auki misstu veiðimenn marga fiska en tökur voru fremur grannar í gær.
Við minnum veiðimenn á að Kröfluflugurnar fást aðeins í Veiðibúðinni Krafla Höfðabakka 1.