Kjartan fékk Maríulaxinn á gulu Kröfluna
This entry was posted on 27. July 2011
.
Kjartan Gylfason með Maríulaxinn í gær sem var 12 pund og tók gula Kröflu.
Veiði er örlítið að glæðast í Húseyjarkvísl og hefur orðið vart við aukna göngu fiska í ána. Í gær hóf nýtt holl veiðar í ánni og komu tveir laxar á land á fyrstu vaktinni í gær. Þar af var annar fiksurinn mjög fallegur 86 cm 12 punda lax sem Kjartan Gylfason veiddi á gula Kröflu.
Í morgun var leiðindaveður í Skagafirði og hamlaði mikið rok veiðunum. Um miðjan dag í dag hafði vind lægt verulega og veiðimenn voru bjartsýnir á framhaldið.
Mikil veiði hefur verið í Selá í Vopnafirði og hafa Kröfluflugur verið að gefa góða veiði þar eystra. Þar eru veiðimenn einnig að ná í Maríulaxa eins og sjá má á mynd með þessari frétt.

Reimonda frá Ítalíu með glæsilegan lax úr Selá. Hún fékk meðal annars fjóra laxa á Kolskegg og tvo á Iðu.

Reto Gmur frá Sviss með Maríulaxinn sinn sem tók rauða Kröflu í Fossinum í Selá.