Monthly Archives: July 2011
-
Bláa Gríman klikkaði ekki í Húseyjarkvísl - Fráblær fluga sem er alltof lítið reynd
Ólafur Hafsteinsson er meðlimur í Mokveiðifélaginu en hann og félagar hans í félaginu voru í Húseyjarkvísl á dögunum og þrátt fyrir erfiðar aðstæður veiddu þeir vel. Á dögunum spjölluðum við á Krafla.is við Ólaf og lýsti hann því þá yfir að sumarið í sumar hjá honum færi að miklu leyti í að prófa hinar þekktu Grímuflugur eftir Kristján Gíslason. Sérstaklega og einkum og sér í lagi var áhugi Ólafs bundinn við bláu Grímuna.
Nú hefur Mokveiðifélagið lokið sér af í Húseyjarkvísl í bili og afraksturinn var um 10 laxar. Stundum hafa aflabrögð verið betri en aðstæður voru lengstum erfiðar. En Ólafur stóð við sitt. Hann fékk gullfallegan tveggja ára lax og á bláu Grímuna. Er þetta þeim mun eftirtektarverðara vegna þess að ekki var mikill lax genginn í Húseyjarkvísl og því erfiðara um vik en oftast áður.
Félagarnir í Mokveiðifélaginu fengu um 10 laxa í Húseyjarkvíslinni og alla á Kröfluflugur.