Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

150 laxar á Iðu í sumar - Veiðifréttir héðan og þaðan

Jóhannes Guðlaugsson ásamt tengdaföður sínum og gullfallegum 13 punda sjóbirtingi sem tók Randalín síðsumars í Ölfusá. Randalín er gríðarlega sterk sjóbirtingsfluga.

Jóhannes Guðlaugsson ásamt tengdaföður sínum og gullfallegum 13 punda sjóbirtingi sem tók Randalín síðsumars í Ölfusá. Randalín er gríðarlega sterk sjóbirtingsfluga.

Veiði er að ljúka við Iðu í Biskupstungum. Lokatala í sumar í veiðibók var 75 laxar. Til glöggvunar má geta þess að veiðibókin endurspeglar afla frá helmingi veiðitímans. Tveir aðilar annast sölu veiðileyfa við Iðu en aðeins er skrifað í veiðibók ,,öðru megin". Það má því gera ráð fyrir Því að heildarveiðin við Iðu í sumar verði um 150 laxar sem er afar slakur sumarafli  á þessum fornfræga veiðistað. Það sem er þó kannski alvarlegast eða einkennilegast við skráninguna í veiðibókinni er að stærsti laxinn í sumar er heil 9 pund. Næst stærsti fiskurinn á svæðinu er 7 punda sjóbirtingur. Við birtum frétt um skrítinn veiðitúr við Iðu og nánari samantekt frá sumrinu við Iðu fljótlega.

Öðruvísi mér áður brá kunnugur Iðusvæðinu til fjögurra áratuga. Veiðisvæðið sem slíkt var nánast ónýtt í fyrra enda veiði þá mjög léleg. Í vor var allt annað svæði í boði fyrir veiðimenn. Hlutir gerast hratt við Iðu þergar þeir á annað borð gerast. Gríðarlegur framburður á sandi gerbreytir veiðisvæðinu á 2-3 vikum. Nánar um það síðar.

Nú er sjóbirtingstíminn að bresta á og framundan besti tíminn. Kröfluflugurnar okkar hafa sannað sig svo um munar í sjóbirtingsveiðinni og eru margar hverjar með bestu sjóbirtingsflugum sem völ er á í dag. Auk þess að nefna hina ýmsu liti í Kröflunum má nefna Kolskegg, Iðu, Skrögg og Randalín en nefna mætti margar fleiri. Við minnum veiðimenn á að Kröfluflugur eins og þær eiga að vera fást einungis hjá okkur í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3.

Lélegar eftirlíkingar af Kröfluflugum okkar eru orðnar að aðhlátursefni meðal veiðimanna á netinu og víðar. Við leggjum áherslu á að safna þessu rusli saman og sýna veiðimönnum sem til okkar koma. Höfum við þetta rusl jafnan ofanborðs svo allir megi sjá.  Og veiðimenn eru allir að átta sig á því að fluga er ekki það sama og fluga. Það margborgar sig að kaupa góða vöru sem endist.

Echo flugustangirnar hafa vakið mikla athygli meðal fluguveiðimanna í sumar og hafa þær fengið hreint frábæra dóma. Við hjá Veiðibúðinni Krafla erum með umboð fyrir Echo vörur fyrir fluguveiði og erum við einnig með hjól og línur á hreint frábæru verði. Það er hinn heimsþekkti fluguveiðimaður og hönnuður Tim Rajeff sem hefur hannað Echo vörurnar og hér um hágæðavörur að ræða. Echo stangirnar eru í boði frá 6,6 fetum til 15 feta og fyrir línur 2 til 11.

Veiði í Norðurá í Borgarfirði var liðlega 2100 laxar. Stærstur hluti veiðinnar kom um miðbik veiðitímans en segja má að eftir 8. ágúst hafi veiðin fjarað út og lengst af mjög lítil veiði síðasta mánuð veiðitímans.

Við hjá Veiðibúðinni Kröflu heyrum margar veiðisögur. Til okkar kom góður veiðimaður sem fékk 21 lax í Norðurá í sumar. Hann fékk 11 laxa á græn/svarta Kröflu keilutúpu í stærð mícró. ,,Og það sem meira var," sagði veiðimaðurinn ,,var að eftir 5 laxa sá ekki á flugunni. Hún var eins og ný."


Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík