Monthly Archives: April 2012
-
Kröfluflugur skiluðu frábærri veiði í gær í Húseyjarkvísl
Félagar í Mokveioðifélaginu eru við veiðar í Húseyjarkvísl í Skagafirði og hafa þeir félagar verið að gera mjög góða veiði.
Þeir opnuðu Húseyjarkvísl í gær 1. apríl og fengu þá 22 rígvæna sjóbirtinga og 4 laxa. Flest allir fiskarnir tóku Kröfluflugur og þar á meðal voru Kolskeggur,Iða og Randalín að gefa mjög góða veiði. Greinilegt að flugurnar okkar sem
einungis fást í Veiðibúðinni Kröflu í Höfðabakkanum eru að gera það gott eins og alltaf.
Aðstæður fyrsta veiðidaginn í gær voru mjög góðar framan af en seinni partinn tók að snjóa og í gærkvöld var jörð orðin hvít í Skagafirði. Þrátt fyrir það eru Mokveiðifélagarnir við veiðar í dag og segjum við nánari fréttir af þeim félögum þegar þær berast
Við höfum einnig frétt af góðri veiði í Vatnamótunum fyrir austan og eigum von nýjum fréttum þaðan.
1 Hlutir