Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Kröfluflugurnar gáfu strax laxa í opnun Norðurár í morgun

Hörður Birgir Hafsteinsson með 75 cm hrygnu sem tók Iðu keilutúpu á Bryggjunum í Norðurá í morgun.

Hörður Birgir Hafsteinsson með 75 cm hrygnu sem tók Iðu keilutúpu á Bryggjunum í Norðurá í morgun.

,,Þetta var auðvitað æðislegt og Iðan klikkar ekki frekar en venjulega," sagði Hörður Birgir Hafsteinsson, stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í samtali við Krafla.is klukkan rétt rúmlega 10 í morgun. Stjórn SVFR opnaði Norðurá í morgun og Mjöll Daníelsdóttir í veiðihúsinu við  Norðurá sagði í samtali við Krafla.is klukkan hálf ellefu að 7 laxar væri komnir á land og það væri mikið fjör á bökkum árinnar.

Hörður Birgir byrjaði ásamt Elínu Ingólfsdóttur, eiginkonu sinni, að veiða í morgun á Bryggjunum. Þykir það jafnan einn lakasti veiðistaðurinn í opnun árinnar nema vatn sé mjög gott. Hörður setti fljótlega í 75 cm langa hrygnu á Iðu túpu með keilu og ekki löngu síðar fékk Hörður aðra hrygnu á Iðuna og var hún 78 cm.

Við höfum fengið staðfest að Árni Friðleifsson, varaformaður SVFR, fékk 78 cm hrygnu á Brotinu á Kolskegg keilutúpu í morgun þannig að við vitum að í það minnsta 3 laxar af 7 í morgun komu á Kröfluflugurnar Iðu og Kolskegg.

Bjarni Júlíusson fékk fyrsta lax sumarsins á Brotinu snemma í morgun og við höfum heyrt að Ragnheiður Thorsteinsson fékk lax á Stokkhylsbroti og þeir Hörður Vilberg og Bernhard Petersen sinn hvorn fiskinn á Eyrinni. Við vitum ekki enn hvaða flugur þessir fiskar tóku.

Sjö laxar á fyrstu þremur klukkustundunum er ein besta opnun Norðurár í mörg ár. Það að Kröfluflugurnar séu að stimpla sig svona rækilega inn í opnuninni gefur auðvitað frábær fyrirheit fyrir sumarið og við minnum veiðimenn á að Kröfluflugurnar, eins og þær eiga að vera, fást einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.

Við verðum áfram á vaktinni hvað Norðurá varðar og uppfærum fréttirnar hér um leið og þær berast.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík