Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Fullt af fiski í Norðurá - 16 laxar á land á fyrsta degi -15 tóku Kolskegg og Iðu

Guðmundur Stefán Maríasson með fallega hrygnu við Réttarhylsbrotið við Norðurá í gær. Laxinn tók Iðu keilutúpu frá Veiðibúðinni Kröflu.

Guðmundur Stefán Maríasson með fallega hrygnu við Réttarhylsbrotið við Norðurá í gær. Laxinn tók Iðu keilutúpu frá Veiðibúðinni Kröflu.

,,Þetta hefur verið mjög gaman og það er mikið af fiski á ferðinni. Ég setti í fimm laxa seinni partinn í dag og náði einum á Iðuna við Réttarhylsbrot eftir að hafa misst tvo á Berghylsbroti. Laxarnir fjórir sem ég missti tóku allir Kolskegg," sagði Guðmundur Stefán Maríasson fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur í samtali við Krafla.is í gærkvöld en þá hafði hann nýverið hætt veiði kl. 22.

Kröfluflugur komu mikið við sögu við Norðurá í gær. Alls komu 16 laxar á land og helmingur þeirra, 8 laxar komu á Kröfluflugurnar Iðu og Kolskegg. Mikið er gengið af fiski í Norðurá en seinni partinn í gær kólnaði nokkuð og áin var hraðminnkandi.

Guðmundur Stefán var ekki sá eini í stjórnarhollinu sem varð vel á Kröfluflugurnar í gær. Hörður Birgir Hafsteinsson, nýliði í stjórn SVFR og að veiða í Norðurá í fyrsta skipti, setti í 7 laxa í gær en var óheppinn og náði ,,aðeins" þremur á land. Hörður fékk tvo laxa fyrir hádegi á Iðu keilutúpu á Bryggjunum og eftir hádegi fékk hann þriðja laxinn á Brotinu. ,,Við enduðum síðan á Eyrinni og þar var mikið líf. Ég tók samt aðeins tvö rennsli en setti í fjóra laxa á Kolskegg. Ég komst mislangt með laxana en þeir höfðu allir betur," sagði Hörður sem var fárveikur við veiðarnar í gær með skæða flensu en náði samt þessum frábæra árangri að setja í sjö laxa á opnunardeginum. ,,Þetta var mjög líflegt og það er fullt af fiski i ánni," sagði Hörður Birgir.

Kröfluflugurnar Kolskeggur og Iða slógu sem sagt algjörlega í gegn á bökkum Norðurár í gær. Alls tóku þær í það minnsta 15 laxar og hefði smá heppni verið með í för þá hefðu laxarnir sem komu á land hæglega geta orðið 25 í stað 16.

Tekið skal fram að við vorum aðeins í sambandi við nokkra veiðimenn í gær í stjórnarhollinu þannig að það er alveg möguleiki á að fleiri veiðimenn hafi lent í ævintýrum hafi þeir á annað borð reynt Kröfluflugurnar.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík