Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Frábær opnun við Iðu í gær- 5 fyrstu laxarnir á Skrögg

Jón Hilmarsson með fallegan lax sem tók Ólsen Ólsen á Iðu. Myndin er ekki ný.

Jón Hilmarsson með fallegan lax sem tók Ólsen Ólsen á Iðu. Myndin er ekki ný.

Veiðisvæðið við Iðu var opnað í gær, 24. júní. Er skemmst frá því að segja að okkar maður á staðnum sagði opnunardaginn hafa verið þann skemmtilegasta á svæðinu í græíðarlega mörg ár en alls komu 10 laxar á land og menn voru líka í Því að missa marga laxa.

,,Þetta var stórkostlegur dagur. Minnti mann á Iðuna eins og hún var í gamla daga.Það var lax á lofti um allt og við vorum að fá fiska á öllu svæðinu sem var óvenjulega glæsilegt. Má segja að svæðið sé nú allt einn samfelldur veiðistaður frá efri eyrinni og niður fyrir stóru eyrina, ein allsherjar djúp renna" sagði Skúli Sigurðsson í samtali við okkur í dag en hann var í opnunarhollinu.

,,Sköruggurinn var að gefa bestu veiðina hjá okkur en það komu 5 laxar á Skrögg þunga 1" keilutúpu og í það minnsta einn á Kolskegg þunga keilutúpu. Vatnið var mjög gott og sérstaklega í Stóru Laxá. Reyndar voru aðstæður mjög erfiðar veðurfarslega séð en það var mikið sólskyn og mjög heitt. Menn voru berir að ofan í vöðlunum. Þetta var stórkostlegur dagur. Sérstaklega fyrri parturinn en þá var rosalega mikið líf á svæðinu. Seinni partinn eftir hvíld var líka líf og fjör. Stærsti fiskurinn var 90 cm langur og annar 87 cm. Þetta voru alvöru Iðufiskar eins og þeir gerast bestir, mjög vel haldinn spikfeitur lax. Síðan komu tveir smálaxar af minni gerðinni sem voru greinilega á leiðinni upp í Tungufljót," sagði Skúli.

Þessar fréttir af Iðu eru mjög sérkennilegar fyrir margra hluta sakir. Iðuveiðin hefur jafnan verið mjög róleg til að byrja með í júní og kannski fyrri part júlí. Hafa ekki borist svona líflegar fréttir af opnun Iðu í einhverja áratugi. Sá sem þetta skrifar hefur veitt við Iðu í rúm 40 ár og man ekki eftir annarri eins veiði í opnun við Iðu.

Fiskurinn virðist vera mjög vel haldinn og veiðimenn í gær voru að missa stóra laxa, alveg fast að 16-18 pundum. Það er greinilegt eftir þennan opnunardag í gær að eitthvað er öðruvísi við Iðu núna í byrjun vertíðar en verið hefur mörg undanfarin ár. Ein skýringin gæti verið að fiskur hafi safnast saman á Iðusvæðinu vegna þess að Stóra Laxá hafi einfaldlega verið alltof heit. Það var mikið vatn í Stóru Laxá í gær og sagði Skúlu að nánast allt vatn hennar hafi runnið utan við stóru eyrina. Það vita þeir sem til þekkja að eru góðar fréttir og vonandi heldur Stóra Laxá sig á þeim slóðum í sumar. Líka hjálpar til ef Hvítá er ekki mikil eins og í gær.

Það eru miklar gleðifréttir fyrir unnendur svæðisins við Iðu ef svæðið hefur breytt sér til hins betra frá síðustu árum. Iðusvæðið breytir sér mikið milli ára og sandburður á svæðinu getur afrekað miklu á stuttum tíma, jafnvel tveimur til þremur vikum.

Leave a Reply
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík